Undirbúningshópur umferðarmála

23. júní 2016 kl. 09:30

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 76

Mætt til fundar

  • Helga Stefánsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Helga Stefánsdóttir verkfræðingur
  1. Almenn erindi

    • 1604196 – Hamraberg, umferðaröryggi

      Lagður fram tölvupóstur frá Hjálmari V Hjartarsyni varðandi umferðaröryggi í Hamrabergi og þá umferðarhraða við Kvistaberg, Lyngberg, Reyniberg og Stuðlaberg.

      UHU leggur til að umferðarhraði verði mældur í götunni á þessum stað.

    • 1606225 – Hamraberg, umferðaröryggi í kjölfar slyss

      Lagður fram tölvupótur Björns Sigurðssonar varðandi umferðaröryggi í Hamrabergi og ósk um hindranir í beygjuna á Hamrabergi beggja vegna, annarsvegar á milli Reynibergs og Lyngbergs og hinsvegar á milli Lyngbergs og Ljósabergs.

      UHU leggur til að umferðarhraði verði mældur í götunni á þessum stað.

    • 1605393 – Selhella við Hraunhellu, umferðareyja

      Lagður fram tölvupóstur Vesturkants ehf varðandi aðkomu að Selhellu.

      UHU leggur til að umferðareyjan verði stytt til norðurs.

    • 1605392 – Sævangur, umferðaröryggi

      Lagður fram tölvupóstur varðandi ósk um endurhönnun á Sævangi með tilliti til umferðarhraða, bílastæða og gönguleiða sem og uppsetningu á spegli.

      UHU leggur til að umferðarhraði verði mældur í götunni á þessum stað.

    • 1605398 – Melabraut við Suðurbraut - gönguleið

      Lagður fram tölvupóstur varðandi öryggi gangandi vegfarenda þar sem farið er yfir Melabraut við Suðurbraut.

      UHU vísar til sviðsins að skoða hvernig bæta megi gatnamótin.

    • 10103140 – Smyrlahraun, umferðarhraði

      Tekið fyrir að nýju.

      UHU vísar til sviðsins skoðun á götunni í heild sinni.

    • 1605397 – Vesturgata - opnun á miðeyju

      Tekin til umræðu hugmyndir um hvort æskilegt sé að opna miðeyju Vesturgötu á móts við Norðurbakka þannig að mögulegt sé að taka vinstri beygju frá húsunum.

      UHU leggst gegn því að miðeyja sé opnuð út frá umferðaröryggissjónarmiði. Útfærslan í dag tryggir gott flæði um götuna og lágmarkar tafir vegna vinstri beygja. Vesturgatan er ein af aðal leiðum til og frá miðbænum.

    • 1512150 – Lækjargata, umferðaröryggi

      Lagðar fram umferðarmælingar lögreglunar á Lækjargötu neðan við Hverfisgötu frá 18. apríl 2016. Meðalhraði mældist 39km/klst og var engum bíl keyrt hraðar en 50 km/klst

      Lagt fram.

Ábendingagátt