Badmintonfélag Hafnarfjarðar býður upp á sumarnámskeið fyrir börn og unglinga á aldrinum 6-16 ára. Hentar fyrir allt frá byrjendum til keppniskrakka í badminton og borðtennis. Skipt verður í hópa eftir aldri og getu og því ættu allir að fá að njóta sín. Námskeiðin eru bæði fyrir þau sem vilja kynnast íþróttagreinum BH og þau sem eru þegar að æfa og vilja bæta sig. Farið er í stuttar ferðir út á leikvelli og græn svæði á hverjum degi.

Ábendingagátt