Aðstoðarleikskólastjóri – Leikskólinn Tjarnarás

Sækja um starf

Umsóknarfrestur frá: 22.11.2024

Umsóknarfrestur til: 08.12.2024

Tengiliður: Hjördís Fenger

Leikskólinn Tjarnarás óskar eftir öflugum aðstoðarleikskólastjóra.

Leikskólinn Tjarnarás er fjögurra deilda leikskóli, staðsettur stutt frá ósnortinni náttúru í Áslandshverfi. Helstu áherslur í starfi leikskólans eru þátttaka, frumkvæði og sköpun þar sem frjáls leikur barna er í fyrirrúmi. Stefna Tjarnaráss er að búa börnunum öruggt og lýðræðislegt lærdómssamfélag þar sem siðgæðisvitund þeirra er efld og lagður grunnur að því að börnin séu sjálfstæðir, hugsandi, skapandi, virkir og ábyrgir þátttakendur í lýðræðissamfélagi. Í Hafnarfirði eru íbúar um 30.000, sveitarfélagið rekur 17 leikskóla og er með þjónustusamning við einn til viðbótar. Hafnarfjarðarbær er heilsueflandi vinnustaður og styður við heilsueflingu starfsmanna sinna með fjölbreyttum hætti.

Markmið mennta- og lýðheilsusviðs er að vera faglegt og framsækið forystuafl í mennta-, æskulýðs- og íþróttamálum og veita börnum og fjölskyldum í bænum heildstæða þjónustu og stuðla að samfellu í öllu starfi sem hefur velferð íbúa að leiðarljósi.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Vinnur að og ber ábyrgð á, ásamt leikskólastjóra, að unnið sé eftir aðalnámskrá leikskóla og skólanámskrá leikskólans, að áætlanir þar um séu gerðar og reglulegt mat fari fram
  • Er aðstoðarmaður leikskólastjóra og staðgengill hans
  • Sinnir, ásamt leikskólastjóra, skipulagi skólastarfsins dag frá degi
  • Leiðbeinir inn í fagstarf hverrar deildar og sinnir snemmbærum stuðningi við nemendur með ólíkan menningarlegan bakgrunn og tungumál
  • Sér um samskipti og samvinnu við foreldra í samráði við leikskólastjóra
  • Situr foreldrafundi, sem haldnir eru á vegum leikskólans
  • Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf sem kennari (leyfisbréf fylgi umsókn)
  • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar eða uppeldis- og/eða kennslufræða kostur
  • Stjórnunarreynsla kostur
  • Reynsla af starfi á leikskóla og leikskólakennslu skilyrði
  • Góð tölvukunnátta
  • Góð íslenskukunnátta
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Góð samstarfs- og samskiptahæfni
  • Skilyrði er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.

Nánari upplýsingar veitir Hjördís Fenger, leikskólastjóri, hjordisf@hafnarfjordur.is

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við KÍ v/ Félags stjórnenda leikskóla.

Umsóknarfrestur er til og með 8. desember n.k.

Greinagóð ferilskrá, kynningarbréf og leyfisbréf fylgi umsókn.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Önnur störf