Aðstoðarleikskólastjóri – Leikskólinn Víðivellir

Sækja um starf

Umsóknarfrestur frá: 05.01.2023

Umsóknarfrestur til: 01.02.2023

Tengiliður: Arnrún Einarsdóttir

Leikskólinn Víðivellir auglýsir eftir aðstoðarleikskólastjóra í afleysingu til eins árs.

Þarf að geta hafið störf 1.apríl 2023 eða fyrr. 

Leikskólinn Víðivellir er fjögurra deilda skóli, stofnaður 1977 og er fyrsti leikskólinn sem rekinn er af Hafnarfjarðarbæ. Sérstaða skólans felst meðal annars í þróunarvinnu vegna skóla án aðgreiningar, en frá upphafi hefur skólinn sérhæft sig í faglegri

vinnu með börnum með fatlanir og þroskafrávik. Á Víðivöllum starfar áhugasamt og skemmtilegt fólk í nánu samstarfi við sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa, talmeinafræðinga og aðra sérfræðinga. Daglegt starf Víðivalla byggist upp á föstum dagskrárliðum þar sem unnið er í samræmi við Aðalnámsskrá leikskóla og námsskrá skólans. Að auki er unnið eftir aðferðafræði í snemmtækri íhlutun, Læsisstefnu Hafnarfjarðar og Vináttuverkefni Barnaheilla ásamt öðrum áhersluþáttum. 

Leikskólinn er í norðurbæ Hafnarfjarðar og því í göngufæri við helstu náttúrperlur bæjarins, söfn og fjölbreytt menningarlíf. 

Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn að leiða áfram og taka þátt í faglegu leikskólastarfi. Um er að ræða 100% starfshlutfall en hlutfall stjórnunar aðstoðarleikskólastjóra er 50%. 

Leikskólar Hafnarfjarðar hafa innleitt betri vinnutíma sem miðast við 36 stunda vinnuviku fyrir allt starfsfólk. 

Helstu verkefni og ábyrgð 

 • Aðstoðarleikskólastjóri vinnur að og ber ábyrgð á, ásamt leikskólastjóra, að unnið sé eftir aðalnámskrá leikskóla og skólanámskrá leikskólans, að áætlanir þar um séu gerðar og reglulegt mat fari fram. 
 • Aðstoðarleikskólastjóri er aðstoðarmaður leikskólastjóra og staðgengill hans. 
 • Aðstoðarleikskólastjóri sinnir, ásamt leikskólastjóra, skipulagi skólastarfsins dag frá degi, leiðbeina inn í fagstarf hverrar deildar og sinna snemmbærum stuðningi við nemendur með ólíkan menningarlegan bakgrunn og tungumál. 
 • Sér um samskipti og samvinnu við foreldra í samráði við leikskólastjóra.   
 • Situr foreldrafundi, sem haldnir eru á vegum leikskólans.  
 • Önnur verkefni sem yfirmaður felur starfsmanni. 

Hæfniskröfur 

 • Leyfisbréf sem kennari (leyfisbréf fylgi umsókn) 
 • Reynsla af stjórnun og vinnu með börnum 
 • Færni í samskiptum 
 • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður 
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð 
 • Góð tölvukunnátta 
 • Góð íslenskukunnátta 

Upplýsingar um starfið veitir Arnrún Einarsdóttir leikskólastjóri í síma 555-3599, arnrune@hafnarfjordur.is 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags stjórnenda leikskóla.  

Umsóknarfrestur er til og með 1.febrúar 2023.

Öllum umsóknum verður svarað eftir að umsóknarfrestur er liðinn og unnið hefur verið úr umsóknum.  

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynja í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins

Önnur störf