Arabískumælandi ráðgjafi í menningarmiðlun (Brúarsmiður) – Mennta- og lýðheilsusvið

Sækja um starf

Umsóknarfrestur frá: 25.10.2024

Umsóknarfrestur til: 08.11.2024

Tengiliður: jenny@hafnarfjordur.is

Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir arabískumælandi ráðgjafa í menningarmiðlun (Brúarsmið).

Á skrifstofu mennta og lýðheilsusviðs hjá Hafnarfjarðarbæ starfar fagfólk úr ýmsum fagstéttum að veitingu þjónustu til leik- og grunnskóla, dagforeldra, frístundaheimila og tónlistarskóla í Hafnarfirði auk þess að annast stjórnsýslumálefni þeirra hjá sveitarfélaginu. 

Markmið starfsins er að fræða, veita stuðning og ráðgjöf við foreldra og kennara vegna barna af erlendum uppruna í leikskólastarfi.

Um er að ræða 35% stöðu tímabundið til 1 árs.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Efla starfsfólk í leikskólum í vinnu sinni með börnum af erlendum uppruna 
  • Efla starfsfólk í leikskólum í fjölmenningarlegum vinnubrögðum og fjöltyngi 
  • Fræða starfsfólk í leikskólum um ólíka menningu og tungumál barna af erlendum uppruna 
  • Styðja foreldra af erlendum uppruna í samskiptum við leikskóla 
  • Veita erlendum foreldrum ráðgjöf varðandi skólastarf og fræða um hlutverk íslenskra foreldra í leikskóla 
  • Efla virkt tvítyngi/fjöltyngi barna í leikskólastarfi
  • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • BA/BS/B.Ed. gráða í mennta – eða félagsvísindum 
  • Reynsla og þekking á leikskólastarfi 
  • Reynsla af starfi með börnum af erlendum uppruna 
  • Kunnátta í arabísku 
  • Þekking á málfefnum fjöltyngdra barna 
  • Góð íslensku- og enskukunnátta  
  • Frumkvæði og færni í samskiptum 
  • Almenn tölvukunnátta 

Nánari upplýsingar veitir Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, Þróunarfulltrúi leikskóla, jenny@hafnarfjordur.is, sími: 5855500 

Umsóknarfrestur er til og með 8. nóvember 2024.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við BHM.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Önnur störf