Félagsráðgjafi – Barnavernd

Sækja um starf

Umsóknarfrestur frá: 12.09.2023

Umsóknarfrestur til: 26.09.2023

Tengiliður: Helena Unnarsdóttir

Fjölskyldu- og barnamálasvið Hafnarfjarðar óskar eftir að ráða félagsráðgjafa til starfa innan barnaverndar. Um er að ræða 100% stöðugildi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Hafnarfjarðarbær vinnur eftir lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og hefur undanfarin ár þróað verklag í snemmbærum stuðningi í þjónustu við leik- og grunnskólabörn sveitafélagsins sem kallast Brúin sem er í takt við þau lög. Áhersla er lögð á samþætta þjónustu við börn og fjölskyldur á fyrri stigum með aukinni samvinnu aðila í nærumhverfinu.

Hafnarfjarðarbær leggur áherslu á metnaðarfullt og faglegt starf í þágu bæjarbúa.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Móttaka barnaverndartilkynninga og vinnsla barnaverndarmála í samræmi við barnaverndarlög
 • Samskipti og samvinna við börn og foreldra
 • Þverfagleg teymisvinna við vinnslu barnaverndarmála
 • Stýrir stuðningsteymi barna
 • Samskipti og ráðgjöf við helstu stofnanir sem að málefnum barna og fjölskyldu koma
 • Þátttaka í stefnumótun, mótun verkferla, starfsáætlana og endurskoðun á reglum í málaflokknum
 • Bakvaktir
 • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Gerð er krafa um meistaragráðu MA/MS í félagsráðgjöf.
 • Þekking á PMTO foreldrafærni er kostur
 • Reynsla af vinnu í þverfaglegu teymi
 • Samskipta- og samstarfshæfni
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfni
 • Góð íslensku- og enskukunnátta bæði í ræðu og riti
 • Geta til að vinna undir álagi
 • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti

Nánari upplýsingar veitir Helena Unnarsdóttir, deildarstjóri barnaverndar Hafnarfjarðar

helenau@hafnarfjordur.is

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við BHM.

Umsóknarfrestur er til og með 26. september 2023.

Ferilskrá, kynningarbréf og starfsréttindi fylgi umsókn.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Önnur störf