Félagsráðgjafi í ráðgjafarteymi

Sækja um starf

Umsóknarfrestur frá: 07.03.2025

Umsóknarfrestur til: 21.03.2025

Tengiliður: Soffía Ólafsdóttir

Hafnarfjarðarbær óskar eftir félagsráðgjafa til starfa í fullt starf með ráðgjafarteymi.

Fjölskyldu-og barnamálasvið ber ábyrgð á fjölbreyttri þjónustu við íbúa Hafnarfjarðar þar sem leitast er við að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi íbúanna. Áhersla er lögð á heildstæða félagslega þjónustu, þverfaglega samvinnu og snemmtæka íhlutun. Auk þess er lögð áhersla á samþætta þjónustu í samræmi við lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

Hafnarfjarðarbær leggur áherslu á metnaðarfullt og faglegt starf í þágu bæjarbúa.

Markmið starfsins er að veita félagslega ráðgjöf og veita einstaklingum og fjölskyldum þjónustu í samræmi við lög um félagsþjónustu sveitarfélaga.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Veita félagslega ráðgjöf til einstaklinga og fjölskyldna
  • Móttaka og greining/mat umsókna um þjónustu (almenn ráðgjöf og fjárhagsaðstoð) og úrvinnsla þeirra
  • Snemmtæk íhlutun í málefnum barna og fjölskyldna
  • Vinnur að faglegri stefnumótun og nýsköpun í málaflokknum hjá sveitarfélaginu
  • Önnur verkefni skv. starfslýsingu 

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Meistaragráðu í félagsráðgjöf
  • Reynsla af starfi með börnum og fjölskyldum æskileg
  • Reynsla af meðferðarvinnu og vinnu í þverfaglegu teymi æskileg
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Geta til að vinna undir álagi
  • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfileikar
  • Góð íslensku- og enskukunnátta bæði í ræðu og riti

Nánari upplýsingar veitir Soffía Ólafsdóttir, deildarstjóri ráðgjafateymis, soffiao@hafnarfjordur.is  

Launkjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við BHM.  

Umsóknarfrestur er til og með 21. mars 2025.

Ferilskrá, kynningarbréf og starfsréttindi fylgi umsókn.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Önnur störf