Innkaupastjóri

Sækja um starf

Umsóknarfrestur frá: 13.01.2023

Umsóknarfrestur til: 30.01.2023

Tengiliður: thelma@intellecta.is

Við hjá Hafnarfjarðarbæ óskum eftir að ráða metnaðarfullan og framsýnan innkaupastjóra í nýtt starf hjá okkur. Hlutverk innkaupastjóra er að tryggja að kaup á vörum og þjónustu séu ávallt eins hagkvæm og kostur er hverju sinni og í samræmi við gildandi lög um opinber innkaup nr. 120/2016 og innkaupareglur Hafnarfjarðarbæjar. 

Það er stefna Hafnarfjarðarbæjar að innkaup sveitarfélagsins stuðli að hagkvæmni í rekstri og hvetji um leið til nýsköpunar og framsækinnar þróunar í atvinnulífi, með virðingu fyrir umhverfi og samfélagi að leiðarljósi.  

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Umsjón með innkaupum og útboðum sveitarfélagsins í samræmi við gildandi innkaupareglur 
 • Framþróun á skilvirkum innkaupum, mótun og innleiðing innkaupaferla 
 • Leitar eftir hagkvæmasta verði og gæðum vöru og þjónustu 
 • Gerð innkaupasamninga og sér um framkvæmd útboða
 • Gerð verðkannanna og gerð skýrslna um niðurstöður 
 • Ráðgjöf til stjórnenda sveitarfélagsins í innkaupamálum
 • Gerð ýmissa greininga á tölulegum upplýsingum
 • Þátttaka í gerð fjárhagsáætlunar  
 • Verkefnastjórn yfir framkvæmd útboða á lóðum sveitarfélagsins 
 • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanniMenntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun (B.A/B.S) sem nýtist í starfi
 • Meistarapróf sem nýtist í starfi s.s. á sviði viðskiptafræði, hagfræði eða verkfræði
 • Þekking og reynsla af innkaupum, útboðum og vörustjórnun  
 • Framúrskarandi kunnátta í Excel
 • Framúrskarandi talnagleggni
 • Reynsla af opinberum rekstri æskileg
 • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
 • Mjög góð þekking á samningagerð
 • Nákvæm og öguð vinnubrögð og afburða greiningarhæfni
 • Mjög góð samskiptahæfni og jákvætt viðmót 
 • Framsýni, metnaður, frumkvæði og skipulagshæfni
 • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti

 

Nánari upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran, ráðgjafi hjá Intellecta (thelma@intellecta.is) í síma 511 1225 og Guðmundur Sverrisson, starfandi sviðsstjóri fjármálasviðs (gudmundursv@hafnarfjordur.is)

Umsóknarfrestur er til og með 30. janúar 2023.

Umsókn óskast fyllt út á www.hafnarfjordur.is og þarf henni að fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Önnur störf