Kannt þú allt á tölvur?

Sækja um starf

Umsóknarfrestur frá: 11.09.2023

Umsóknarfrestur til: 25.09.2023

Tengiliður: Eymundur Björnsson

Er leitað til þín þegar þarf að laga eða tengja tölvur? Okkur hjá Hafnarfjarðarbæ vantar einmitt þannig aðila til starfa hjá okkur í flottan hóp í tölvudeildina okkar.

Hafnarfjarðarbær hefur verið leiðandi bæjarfélag við innleiðingu á stafrænum lausnum og vill vera þar í fararbroddi.

Um er að ræða starf verkefnastjóra í fullt starf í tölvudeild bæjarins.

Starfið felst í að vinna að þróun, innleiðingu og daglegum rekstri tölvukerfa og notendalausna. Fylgja stefnum og verklagsreglum deildarinnar og veita bestu mögulegu þjónustu hverju sinni með það að markmiði að notendur kerfa og lausna nái að nýta sér þau sem best í störfum sínum.

Tölvudeild fer með stjórnun og stefnumótun í tölvumálum bæjarins og tengdra stofnana, ásamt samhæfingu og eftirlit. Deildin sér um rekstur allra tölvukerfa og að meðhöndlun gagna sé í samræmi við þarfir bæjarins og öryggiskröfur. 

Helstu verkefni og ábyrgð:  

  • Notendaþjónusta með þjónustu símleiðis, um póstkerfi, í gegnum önnur tölvukerfi og með yfirtöku tölvubúnaðar 
  • Annast bilanagreiningu og vinnur að eftirliti, uppsetningu og viðhaldi á vél- og hugbúnaði
  • Vinna með deildarstjóra að áætlunum um viðhald og þróun tölvuumhverfisins
  • Verkefnastýring þróunar – og innleiðingarverkefna á stafrænum tæknilausnum m.a. þróun, innleiðing og þjónusta við Microsoft 365 skýjalausnir eins og Azure og aðrar notendalausnir
  • Önnur verkefni sem yfirmaður felur starfsmanni og samkvæmt starfslýsingu

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi s.s diplóma í kerfisfræði
  • Microsoft gráður sem nýtast í starfi æskilegar 
  • Reynsla af því að stýra verkefnum tengt innleiðingum á stafrænum tæknilausnum
  • Þekking á Microsoft 365 skýjalausnum eins og Azure og öðrum notendalausnum 
  • Þekking og reynsla á rekstri netþjóna og gagnagrunna 
  • Þekking og reynsla af Active Directory, stýrikerfum og öðrum sérhæfðum búnaði 
  • Reynsla af rekstri og innleiðingu tölvukerfa og við notendaþjónustu 
  • Jákvætt viðmót, þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Hafnarfjarðarbæjar eða Fræðagarð ef við á.

Nánari upplýsingar veitir Eymundur Björnsson, deildarstjóri tölvudeildar, eymundur@hafnarfjordur.is 

Umsóknarfrestur er til og með 25. september nk.

Umsókninni fylgi ferilskrá.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

 

Önnur störf