Kennari í ensku á unglingastigi – Lækjarskóli

Sækja um starf

Umsóknarfrestur frá: 15.03.2023

Umsóknarfrestur til: 29.03.2023

Tengiliður: Guðbjörg Dögg Gunnarsdóttir

Lækjarskóli auglýsir eftir kennara í ensku á unglingastigi vegna forfalla 

Óskum eftir að ráða enskukennara tímabundið vegna forfalla. Í Lækjarskóla eru um 520 nemendur í 1. til 10. bekk. Skólinn er staðsettur í fallegu umhverfi við Lækinn í Hafnarfirði. Einkunnarorð skólans eru ábyrgð, virðing og öryggi og endurspeglast allt skólastarfið í þessum orðum. Við skólann er rekin sérdeild fyrir nemendur með þroskaraskanir.

Í skólanum er unnið samkvæmt SMT-skólafærni sem þýðir að áhersla er lögð á að nálgast nemendur á jákvæðan hátt, gefa góðri hegðun meiri gaum en slæmri hegðun og skapa þannig jákvæðan skólabrag. Stjórnendur skólans leggja mikla áhersla á að byggja upp og viðhalda góðri liðsheild meðal starfsmanna.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Annast kennslu nemenda í samráði við skólastjórnendur, aðra kennara og foreldra
  • Vinna að þróun skólastarfs með stjórnendum og samstarfsmönnum
  • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk
  • Vinna samkvæmt stefnu skólans og taka þátt í innleiðingu nýrrar aðalnámskrár
  • Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf til kennslu (leyfisbréf fylgi umsókn)
  • Sérmenntun í kennslugrein æskileg
  • Reynsla og áhugi á að kenna unglingum og starfa með þeim
  • Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni
  • Löngun til þess að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi
  • Stundvísi og samviskusemi
  • Góð íslenskukunnátta

Gerð er krafa um hreint sakavottorð við ráðningu.

Nánari upplýsingar um starfið veitir G. Dögg Gunnarsdóttir, skólastjóri, í síma 664-5877 eða í gegnum netfangið dogg@laekjarskoli.is

Umsóknarfrestur er til og með 29. mars 2023

Greinagóð ferilskrá fylgi umsókn.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagins.

Önnur störf