Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Umsóknarfrestur frá: 29.10.2025
Umsóknarfrestur til: 12.11.2025
Tengiliður: Bryndís Guðlaugsdóttir
Deila starfi
Leikskólinn Hlíðarendi óskar eftir að ráða leikskólakennara í 100% stöðu frá og með 1. janúar 2026.
Leikskólinn Hlíðarendi er fjögurra deilda og er staðsettur í útjaðri Setbergshverfis. Helstu áhersluþættir eru hreyfing, lífsleikni og umhverfismennt.
Leikskólar Hafnarfjarðar hafa innleitt betri vinnutíma sem miðast við 36 stunda vinnuviku fyrir allt starfsfólk. Starfsfólk í Félagi leikskólakennara og Þroskaþjálfafélaginu hefur kosið fyrirkomulag sem felur í sér að starfsár þeirra er sambærilegt starfsári grunnskólakennara. Þessir starfsmenn taka því út vinnutímastyttingu í kringum jól og áramót, þegar vetrarfrí er í grunnskólum, í dymbilviku og með lengri fjarveru á sumrin.
Helstu verkefni og ábyrgð:
Menntunar- og hæfniskröfur:
Fáist ekki starfsmaður með leyfisbréf til kennslu, kemur til greina að ráða háskólamenntaðan einstakling eða einstakling með reynslu af starfi með börnum, sbr. lög nr. 95/2019. Við hvetjum áhugasama til að sækja um.
Skilyrði er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.
Nánari upplýsingar um starfið veita Bryndís Guðlaugsdóttir leikskólastjóri og Halldóra Eiríksdóttir aðstoðarleikskólastjóri í síma 555 1440. Fyrirspurnir má einnig senda á netfangið hlidarendi@hafnarfjordur.is
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Samband íslenskra sveitafélaga og KÍ v/Félags leikskólakennara.
Umsóknarfrestur er til 12. nóvember 2025
Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.
Fríðindi í starfi:
Umsóknarfrestur frá: 01.09.2025
Umsóknarfrestur til: 28.02.2026
Tengiliður: mannaudur@hafnarfjordur.is
Hér getur þú lagt inn umsókn í tímabundið afleysingastarf í leikskólum Hafnarfjarðar, en við leitum reglulega að starfsfólki í mjög fjölbreytt afleysingastörf. Oft er hægt að mæta óskum um ákveðið starfshlutfall, aðlaga vinnutíma t.d að annarri vinnu eða námi eða bjóða upp á tímavinnu. Vinsamlegast taktu fram ef þú ert að leita að ákveðnu starfshlutfalli eða tímavinnu í umsókn.
Timabundin afleysingastörf eru ekki alltaf auglýst og þá leita stjórnendur í umsóknargrunni. Hér er um að ræða afleysingastörf sem ekki er ætlað að standa lengur en til 12 mánaða samfellt, s.s. vegna orlofs, veikinda, barnburðarleyfis eða námsleyfis.
Umsóknir hér eru aðeins skoðaðar í tímabundin afleysingastörf og koma ekki til greina við úrvinnslu á störfum sem eru auglýst sérstaklega. Því hvetjum við þig til að fylgjast vel með öllum auglýstum störfum á vef Hafnarfjarðarbæjar og sækja sérstaklega um ef ákveðið starf vekur áhuga.
Umsókn þín um afleysingarstarf er virk í sex mánuði og verður óvirk eftir þann tíma. Hægt er að óska eftir að umsókn verði óvirkjuð innan þess tíma með því að senda póst á mannaudur@hafnarfjordur.is
Umsóknum um tímabundin afleysingastörf er ekki svarað sérstaklega, en farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Umsóknin gildir ekki fyrir sumarstörf eða atvinnuátök.
Umsóknarfrestur frá: 06.11.2025
Umsóknarfrestur til: 20.11.2025
Tengiliður: Margrét Heiða Magnúsdóttir
Hvaleyrarskóli óskar eftir að ráða skóla- og frístundaliða í 50% starf í frístundaheimilið Holtasel.
Um er að ræða starf sem felur í sér stuðning og aðstoð við nemendur í frístundaheimilinu Holtaseli eftir hádegi alla virka daga. Eftir að hefðbundnum skóla lýkur geta nemendur í 1. – 4. bekk farið í frístundaheimilið Holtasel. Starfsemi Holtasels er í skólanum. Holtasel býður upp á fjölbreytt tómstundastarf til kl. 16:30, alla virka daga, óháð getu, þroska eða fötlun barna. Sérstök áhersla er lögð á að koma til móts við alla hópa.
Skilyrði fyrir ráðningu er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Margrét Heiða Magnúsdóttir, deildarstjóri Tómstundamiðstöðvar, í síma 664-5778 eða í gegnum netfangið margretm@hvaleyrarskoli.is eða Kristinn Guðlaugsson skólastjóri í síma 664-5833 eða í gegnum netfangið kristinn@hvaleyrarskoli.is
Umsóknarfrestur er til og með 20.nóvember 2025.
Greinargóð ferilskrá fylgi umsókn.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Hafnarfjarðar
Tengiliður: Kristinn Guðlaugsson
Hvaleyrarskóli óskar eftir að ráða kennara í 70-100% kennslu á unglingastigi vegna afleysinga. Meðal kennslugreina er stærðfræði í 9. og 10. bekk.
Í Hvaleyrarskóla eru um 350 nemendur í 1. til 10. bekk. Einkunnarorð skólans eru ábyrgð, kurteisi og samvinna og endurspeglast allt skólastarfið í þessum orðum. Í skólanum er unnið samkvæmt SMT-skólafærni sem þýðir að áhersla er lögð á að nálgast nemendur á jákvæðan hátt, gefa góðri hegðun meiri gaum og skapa þannig jákvæðan skólabrag. Hvaleyrarskóli er jafnframt heilsueflandi grunnskóli og vinnur eftir Olweusaráætluninni gegn einelti. Hvaleyrarskóli er skóli margbreytileikans þar sem lögð er rækt við fjölmenningu.
Skólinn vinnur samkvæmt hugmyndafræði SMT, Olweus, markvissar málörvunar og byrjendalæsis ásamt áherslu á skák- og sviðslistir/danskennslu.
Nánari upplýsingar um skólann má einnig finna á heimasíðunni http://www.hvaleyrarskoli.is.
Gerð er krafa um hreint sakavottorð við ráðningu.
Nánari upplýsingar um starfið veita Kristinn Guðlaugsson, skólastjóri, kristinn@hvaleyrarskoli.is í síma 664 5833 eða Vala Stefánsdóttir, aðstoðarskólastjóri, vala@hvaleyrarskoli.is í síma 868 6859. Sími skólans er 565 0200.
Umsóknarfrestur er til og með 20. nóvember. Ráðið er í stöðuna sem fyrst.
Greinagóð ferilsskrá fylgi umsókn.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.
Umsóknarfrestur frá: 04.11.2025
Umsóknarfrestur til: 19.11.2025
Tengiliður: Árný Steindóra Steindórsdóttir
Öflugur og faglegur leiðtogi óskast í stöðu leikskólastjóra í Hraunvallaleikskóla. Leitað er eftir einstaklingi sem býr yfir góðum samstarfshæfileikum, er lausnamiðaður og hefur skýra framtíðarsýn um að viðhalda metnaðarfullu leikskólastarfi.
Hraunvallaleikskóli er staðsettur á Völlunum í Hafnarfirði í sama húsnæði og Hraunvallaskóli sem stuðlar að samþættu námi barnanna frá því þau stíga sín fyrstu skref í leikskóla að sextán ára aldri. Gildi skólanna tveggja eru vinátta, samvinna og ábyrgð sem endurspegla allt starf leikskólans. í Hraunvallaleikskóla er unnið eftir hugmyndafræði John Dewey um virka þátttöku barnsins í námi með áherslu á leik og samfélagslega þátttöku barna. Faglegt starfsumhverfi Hraunvallaleikskóla einkennist af virðingu fyrir öllum með fjölbreytileikann að leiðarljósi.
Í Hafnarfirði eru íbúar um 30.000, sveitarfélagið rekur 17 leikskóla og er með þjónustusamning við tvo til viðbótar. Hafnarfjarðarbær er heilsueflandi vinnustaður og styður við heilsueflingu starfsmanna sinna með fjölbreyttum hætti.
Markmið mennta- og lýðheilsusviðs er að vera faglegt og framsækið forystuafl í mennta-, æskulýðs- og íþróttamálum og veita börnum og fjölskyldum í bænum heildstæða þjónustu og stuðla að samfellu í öllu starfi sem hefur velferð íbúa að leiðarljósi.
Nánari upplýsingar veitir Árný Steindóra Steindórsdóttir deildarstjóri leikskólamála, arnyst@hafnarfjordur.is
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ
Umsóknarfrestur er til og með 19. nóvember 2025
Umsókn um starfið þarf að fylgja greinagóð starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar, fyrri störfum umsækjanda, menntun, stjórnunarreynslu og hæfni til að sinna starfi leikskólastjóra ásamt afriti af prófskírteini.
Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynja í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.
Umsóknarfrestur til: 18.11.2025
Tengiliður: Berglind Kristjánsdóttir og Katrín Hildur Jónasdóttir
Skarðshlíðarleikskóli auglýsir eftir leikskólakennara í fullt starf.
Skarðshlíðarleikskóli er nýlegur fjögurra deilda leikskóli sem uppfyllir nútímakröfur leikskólastarfs. Hann er staðsettur að Hádegisskarði 1. í einungis 4 mínútna fjarlægð frá Reykjanesbraut um Kaldárselsveg.
Hugmyndafræðilegur grunnur skólans tekur mið af lærdómssamfélagi (e. Professional Learning Community) þar sem allir læra saman og er áhersla lögð á virka þátttöku við að þróa öflugt skólastarf. Við leggjum áherslu á lýðræði, frumkvæði og lífsgleði í daglegum samskiptum og að auka leikni og færni barna í gegnum leikinn. Við viljum skapa góðan starfsanda þar sem allir fá að njóta sín og leggja sitt af mörkum. Stefna skólans tekur mið af Fjölgreindarkenningu Howards Gardners og Uppeldi til ábyrgðar.
Einkunnarorð leikskólans eru virðing, umhyggja og gleði.
Leikskólinn deilir húsnæði með grunnskóla, tónlistarskóla, íþróttahúsi og bókasafni sem býður upp á mikla og spennandi möguleika á samstarfi sem er í stöðugri þróun.
Skilyrði er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð
Ferilskrá og leyfisbréf kennara fylgi umsókn.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Berglind Kristjánsdóttir berglindkrist@hafnarfjordur.is eða í síma 527 7380
Umsóknarfrestur er til 18. nóvember 2025
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við KÍ v/ Félags leikskólakennara.
Umsóknarfrestur frá: 03.11.2025
Umsóknarfrestur til: 16.11.2025
Tengiliður: Ásta María Björnsdóttir
Leikskólinn Hvammur leitar að leikskólakennara í 100% starf tímbundið vegna fæðingarorlofs. Starfsmaður þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Hvammur er 6 deilda leikskóli á skjólsælum og fallegum stað við Staðarhvamm 23 í Hafnarfirði, rétt ofan við Suðurbæjarlaug.
Einkunnarorð leikskólans eru jákvæð samskipti, jafnrétti og vinátta.
Skilyrði við ráðningu er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.
Fáist ekki starfsmaður með leyfisbréf til kennslu, kemur til greina að ráða háskólamenntaðan einstakling eða einstakling með reynslu af starfi með börnum, sbr. lög nr. 95/2019. Við hvetjum áhugasama til að sækja um, þó þeir hafi ekki kennsluréttindi.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ásta María Björnsdóttir, leikskólastjóri, astamaria@hafnarfjordur.is
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Hafnarfjarðarbæjar við Samband íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/ Félags leikskólakennara.
Umsóknarfrestur er til og með 16. nóvember 2025
Umsóknarfrestur frá: 30.10.2025
Umsóknarfrestur til: 17.11.2025
Tengiliður: Margrét Rebekka Valgarðsdóttir
Víðistaðaskóli óskar eftir að ráða skóla- og frístundaliða í 25-50% starf út skólaárið 2025-2026 í frístundaheimilinu Hraunkoti.
Um er að ræða starf sem felur í sér stuðning og aðstoð við nemendur í frístundaheimilinu eftir hádegi alla virka daga. Eftir að hefðbundnum skóla lýkur geta nemendur í 1. – 4. bekk farið í frístundaheimilið Hraunkot. Þar sem boðið er upp á fjölbreytt tómstundastarf til kl.16:30, alla virka daga, óháð getu, þroska eða fötlun barna. Sérstök áhersla er lögð á að koma til móts við alla hópa.
Nánari upplýsingar veita Margrét Rebekka Valgarðsdóttir, deildarstjóri tómstundamiðstöðvar Víðistaðaskóla, í síma 664-5876 eða í gegnum netfangið margretr@vidistadaskoli.isog Dagný Kristinsdóttir, skólastjóri Víðistaðaskóla, dagnyk@vidistadaskoli.is – sími 6645890.
Umsóknarfrestur er til og með 17. nóvember 2025.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Hafnarfjarðar.
Umsóknarfrestur til: 10.11.2025
Tengiliður: kristino@hafnarfjordur.is
Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða öflugan deildarstjóra á heimili fyrir fatlað fólk sem staðsett er í Steinahlíð. Um er að ræða 90% starf sem unnið er bæði á dag- og kvöldvöktum. Við óskum eftir einstaklingi sem hefur drífandi áhuga og vill hafa gaman í vinnunni og er öðrum starfsmönnum fyrirmynd. Unnið er eftir hugmyndafræði Þjónandi leiðsagnar með áherslu á réttindi fatlaðs fólks.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Kristín Ólafsdóttir forstöðumaður, netfang: kristino@hafnarfjordur.is
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og BHM.
Umsóknarfrestur er til og með 10. nóvember 2025
Umsókn fylgi greinargóð ferilskrá.
Umsóknarfrestur frá: 28.10.2025
Umsóknarfrestur til: 11.11.2025
Tengiliður: bjarneyk@hafnarfjordur.is
Leikskólinn Arnarberg, staðsettur við Haukahraun 2 í Hafnarfirði, er fjögurra deilda leikskóli með áherslu á læsi í víðum skilningi. Einkunnarorð skólans eru „Læsi er leikur“, og þau endurspegla meginþráð alls starfsins.
Læsi í Arnarbergi nær yfir lestur bóka, líðan og velferð einstaklingsins, hreysti og umhverfi. Leikurinn er lykillinn að þroska barna á sviðum eins og hreyfingu, tungumáli, samskiptum, tilfinningum og sköpun.
Leiðaljós okkar er „Virðing, Samvinna og Traust“
Við leggjum áherslu á jöfnuð og rétt allra, og viljum stuðla að umburðarlyndi, samkennd og samvinnu. Markmiðið er að börnin verði sterkari og sjálfstæðari einstaklingar sem takast á við lífið með gleði og öryggi.
Umsóknarfrestur er til og með 11. nóvember n.k.
Ef ekki fæst starfsmaður með leyfisbréf, kemur til greina að ráða háskólamenntaðan einstakling með reynslu af starfi með börnum, skv. lögum nr. 95/2019.
Nánari upplýsingar veitir Bjarney Kristín Hlöðversdóttir leikskólastjóri bjarneyk@hafnarfjordur.is , sími:5553493.
Launakjör samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við KÍ/Félag leikskólakennara.
Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins
Umsóknarfrestur frá: 27.10.2025
Tengiliður: Margrét Halldórsdóttir
Engidalsskóli óskar eftir að ráða skóla- og frístundaliða í hlutastarf á frístundaheimilið Álfakot í 30-50% starf eða eftir samkomulagi
Möguleiki er einnig á að taka vaktir í félagsmiðstöð barna 10-12 ára.
Í Engidalsskóla er starfrækt frístundaheimili fyrir 6 – 9 ára börn og félagsmiðstöð fyrir 10 – 12 ára börn. Markmið frístundastarfs er að gefa börnum og ungmennum tækifæri til að stunda skapandi og þroskandi félagsstarf í heilbrigðu umhverfi á jafnréttisgrundvelli.
Starfið felur í sér stuðning og stýra hópum í frístundastarfi skólans. Vinnutími er á bilinu 12:30-16:30.
Engidalsskóli var stofnaður árið 1978. Skólinn er lítill og notalegur, hann sækja nemendur í 1.-7. bekk, nemendur eru um 200. Leiðarljós skólans eru Ábyrgð – Virðing – Vellíðan
Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðunni www.engidalsskoli.is
Nánari upplýsingar veitir Margrét Halldórsdóttir, skólastjóri í netfanginu, margreth@engidalsskoli.is eða síma 5554433 og Arnheidur Gudmundsdóttir deildarstjóri frístundastarfs í netfangið arnheidurg@engidalsskoli.is eða í síma 555-4434.
Um kaup og kjör fer samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitafélaga við Starfsmannafélag Hafnarfjarðarbæjar.
Umsóknarfrestur er til og með 10. nóvember 2025.
Tengiliður: unnur@aslandsskoli.is
Áslandsskóli óskar eftir að ráða umsjónarkennara á yngsta stig
Ráðið er í stöðuna frá 1.janúar 2026
Áslandsskóli var stofnaður árið 2001 og er staðsettur í Áslandsshverfi í Hafnarfirði. Áslandsskóli er heildstæður grunnskóli með 1.-10.bekk og eru nemendur um 430 talsins. Einkunnarorð Áslandsskóla eru samvinna, ábyrgð, tillitsemi og traust. Áslandsskóli er heilsueflandi grunnskóli og er unnið markvisst að þeim málum innan skólans. Lögð er áhersla á að nemendur fái námsefni við hæfi og þrói þannig og þroski hæfileika sína með markvissum hætti. Í skólanum er lögð áhersla á vellíðan nemenda og góðan námsárangur.
Í skólanum er unnið eftir SMT skólafærni þar sem lögð er áhersla á að nálgast nemendur á jákvæðan hátt, gefa góðri hegðun gaum, styrkja og efla jákvæð samskipti milli nemenda og skapa jákvæðan skólabrag.
Skólinn byggir stefnu sína á fjórum stoðum náms og menntunar sem eru:
Hver árgangur mætir a.m.k. einu sinni í viku í morgunstund á sal. Morgunstundir eru vettvangur til að vinna með dygðir og stoðir skólans.
Áslandsskóli er símalaus skóli frá 1.-10.bekk.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Unnur Elfa Guðmundsdóttir skólatjóri, unnur@aslandsskoli.is, og Hálfdan Þorsteinsson aðstoðarskólastjóri halfdanth@aslandsskoli.is.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við KÍ.
Greinargóð ferilsskrá og leyfisbréf fylgi umsókn.
Tengiliður: ingibjorg@skardshlidarskoli.is
Við auglýsum eftir drífandi og kraftmiklum skóla- og frístundaliða í 40 -50% starfshlutfall í Skarðsel sem er frístundaheimili Skarðshlíðarskóla
Frístundaheimilið er fyrir nemendur í 1. – 4. bekk Skarðshlíðarskóla en það er opið eftir að skóla lýkur til kl 16:30 alla virka daga.
Gildi skólans eru samvinna, vinátta og þrautseigja.
Í Skarðshlíðarskóla eru áhugasamir og skemmtilegir nemendur, metnaðarfullt starfsfólk og öflugur foreldrahópur. Við leggjum áherslu á góðan starfsanda, teymiskennslu, fjölbreytta kennsluhætti, SMT skólafærni og að allir nemendur nái góðum árangri í leik og starfi. Mílan er órjúfanlegur hluti af skólastarfinu en í því felst að nemendur og starfsfólk fer út daglega og gengur, skokkar eða hleypur í 15 mínútur.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Skilyrði fyrir ráðningu er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð
Nánari upplýsingar veita Fjóla Sigrún Sigurðardóttir deildarstjóri tómstundamiðstöðvar, í síma 664-5823, fjolasig@skardshlidarskoli.is og Ingibjörg Magnúsdóttir, skólastjóri, í síma 6645871/ ingibjorg@skardshlidarskoli.is
Umsóknarfrestur er til og með 10.nóvember 2025
Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagins.
Umsóknarfrestur frá: 10.09.2025
Umsóknarfrestur til: 06.01.2026
Tengiliður: ernaar@hafnarfjordur.is
Hér getur þú lagt inn umsókn um starf í tímavinnu sem starfsmaður í einstaklingsstuðningi hjá Fjölskyldu- og barnamálasviði. Um er að ræða sveigjanlegan vinnutíma eftir að hefðbundnum vinnutíma lýkur. Umsækjandi þarf að vera orðinn 18 ára.
Meginmarkmið með einstaklingsstuðningi er að að veita persónulegan stuðning og aðstoð sem einkum miðar að því að rjúfa félagslega einangrun í og efla viðkomandi til sjálfsbjargar og sjálfræðis.
Hæfniskröfur:
1. Samskipta‐ og samstarfshæfni
2. Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
3. Þjónustulund og áreiðanleiki
4. Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
5. Hæfni til einstaklingsmiðaðra úrlausna
6. Geta til að vinna undir álagi og aðlögunarhæfni
7. Góð almenn tölvukunnátta
8. Góð íslensku‐ og enskukunnátta
Hér er um að ræða umsóknargrunn sem er unnið úr ef tækifæri opnast og því er umsóknum ekki svarað sérstaklega nema til ráðningar komi.
Upplýsingar veitir Erna Aradóttir ernaar@hafnarfjordur.is eða í síma 585-5500.
Umsóknir eru gildar í 6 mánuði og geymdar samkvæmt lögum um Þjóðskjalasafn Íslands.
Hér getur þú lagt inn umsókn í tímabundið afleysingastarf sem tengjast málefnum fatlaðra, en við leitum reglulega að starfsfólki í mjög fjölbreytt afleysingastörf.
Oft er hægt að mæta óskum um ákveðið starfshlutfall, aðlaga vinnutíma t.d að annarri vinnu eða námi eða bjóða upp á tímavinnu. Vinsamlegast taktu fram ef þú ert að leita að ákveðnu starfshlutfalli eða tímavinnu í umsókn.
Hér getur þú lagt inn umsókn í tímabundið afleysingastarf hjá Hafnarfjarðarbæ. Hér er um að ræða önnur afleysingarstörf en í leikskólum, grunnskólum, tónlistarskóla og á sviði málefna fatlaðra. Þau störf eru auglýst sér á ráðningarsíðu.
Við leitum reglulega að starfsfólki í fjölbreytt afleysingastörf. Timabundin afleysingastörf eru ekki alltaf auglýst og þá leita stjórnendur eða mannauðsdeild í umsóknargrunni. Hér er um að ræða afleysingastörf sem ekki er ætlað að standa lengur en til 12 mánaða samfellt, s.s. vegna orlofs, veikinda, barnburðarleyfis eða námsleyfis.
Hér getur þú lagt inn umsókn í tímabundið afleysingastarf innan grunnskóla eða tónlistarskóla, en við leitum reglulega að starfsfólki í mjög fjölbreytt afleysingastörf.
Oft er hægt að mæta óskum um ákveðið starfshlutfall, aðlaga vinnutíma t.d að annarri vinnu eða námi eða bjóða upp á tímavinnu. Vinsamlegast taktu fram ef þú ert að leita að ákveðnu starfshlutfalli eða tímavinnu í umsókn. Timabundin afleysingastörf eru ekki alltaf auglýst og þá leita stjórnendur eða mannauðsdeild í umsóknargrunni.
Hér er um að ræða afleysingastörf sem ekki er ætlað að standa lengur en til 12 mánaða samfellt, s.s. vegna orlofs, veikinda, barnburðarleyfis eða námsleyfis.
Umsóknarfrestur frá: 07.11.2025
Umsóknarfrestur til: 21.11.2025
Tengiliður: Margrét Sverrisdóttir, Áslaug Hreiðarsdóttir
Öldutúnsskóli auglýsir eftir umsjónarkennara á yngsta stigi.
Í Öldutúnsskóla eru um 590 nemendur í 1. – 10. bekk.
Í Öldutúnsskóla er lögð áhersla á skapandi og gefandi námsumhverfi þar sem allir aðilar leitast við að gera námið í senn áhugavert og skemmtilegt. Við leggjum áherslu á góðan starfsanda og fjölbreytta kennsluhætti. Rík áherslu er lögð á teymisvinnu og teymiskennslu.
Einkunnarorð skólans eru virðing, virkni og vellíðan og grundvallast starf skólans af þeim gildum. Skólinn vinnur samkvæmt hugmyndafræði SMT um jákvæða skólafærni og samkvæmt hugmyndafræði Olweusar gegn einelti og andfélagslegri hegðun. Skólinn leggur einnig ríka áherslu á umhverfismál.
Ef þetta er eitthvað sem vekur áhuga þinn hafðu samband við okkur.
Nánari upplýsingar veita Margrét Sverrisdóttir skólastjóri, í síma 664-5894, margret.sverrisdottir@oldutunsskoli.is og Áslaug Hreiðarsdóttir aðstoðarskólastjóri; aslaughr@oldutunsskoli.is.
Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðunni http:www.oldutunsskoli.is
Umsóknarfrestur er til og með 21. nóvember 2025
Greinargóð ferilskrá og leyfisbréf fylgi umsókn.