Sálfræðingur – skrifstofa mennta- og lýðheilsusviðs

Sækja um starf

Umsóknarfrestur frá: 25.10.2024

Umsóknarfrestur til: 10.11.2024

Tengiliður: Eiríkur Þorvarðarson

Skrifstofa mennta- og lýðheilsusviðs Hafnarfjarðar óskar eftir að ráða sálfræðing til starfa í fullt starf.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. 

Hafnarfjarðarbær vinnur eftir lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og hefur undanfarin ár þróað verklag í snemmbærum stuðningi í þjónustu við leik- og grunnskólabörn sveitafélagsins sem kallast Brúin sem er í takt við þau lög. Áhersla er lögð á samþætta þjónustu við börn og fjölskyldur á fyrri stigum með aukinni samvinnu aðila í nærumhverfinu. 

Hafnarfjarðarbær leggur áherslu á metnaðarfullt og faglegt starf í þágu bæjarbúa. 

Á skrifstofu mennta- og lýðheilsusviðs starfar hópur fagfólks sem veitir þjónustu til leik- og grunnskóla bæjarins auk þess að annast stjórnsýslumálefni þeirra hjá sveitarfélaginu.   

Á skrifstofu mennta- og lýðheilsusviðs er lögð áhersla á samstarf, góðan starfsanda og tækifæri fyrir starfsfólk til að efla sig í starfi.  

Helstu verkefni og ábyrgð: 

  • Sálfræðilegar athuganir á börnum í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar ásamt eftirfylgd mála 
  • Námskeiðshald 
  • Að veita börnum og foreldrum þeirra fræðslu og ráðgjöf 
  • Ráðgjöf og fræðsla fyrir starfsfólk í leik- og grunnskólum bæjarins 
  • Þverfagleg teymisvinna í gegnum brúarteymi leik- og grunnskóla með öðrum sérfræðingum mennta- og lýðheilsusviðs og fjölskyldu og barnamálasviðs  
  • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni  

 Menntunar og hæfniskröfur: 

  • Framhaldsmenntun í sálfræði og réttindi til að starfa sem sálfræðingur 
  • Grunnmenntun í PMTO foreldrafærni er kostur 
  • Áhugi á skólastarfi og reynsla af sálfræðistörfum í leik- og grunnskóla 
  • Jákvætt viðmót og góð samstarfs- og samskiptahæfni 
  • Góð íslensku- og enskukunnátta  
  • Hæfni í þverfaglegu samstarfi 
  • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og góðir skipulagshæfileikar 

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við BHM.  

Nánari upplýsingar veitir deildarstjóri fjölskyldu og skólaþjónustu Brúarinnar , Eiríkur Þorvarðarson. Senda má fyrirspurnir á netfangið eirikurth@hafnarfjordur.is

Umsóknarfrestur er til og með 10. nóvember 2024.

Greinargóð ferilskrá, prófskírteini og kynningarbréf fylgi umsókn. 

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. 

Samkvæmt jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið. 

Önnur störf