Sérkennari – Leikskólinn Hörðuvellir

Sækja um starf

Umsóknarfrestur frá: 14.09.2023

Umsóknarfrestur til: 27.09.2023

Tengiliður: Sigþrúður Sigurþórsdóttir

Leikskólinn Hörðuvellir auglýsir eftir sérkennara í 50-100% starf.

Leikskólinn er fjögurra deilda með 70 börn. Hörðuvellir eru á fallegum útsýnisstað við lækinn.

Einkunnarorð leikskólans er: Leikur – Reynsla – Þekking.

Fáist ekki starfsmaður með leyfisbréf til kennslu, kemur til greina að ráða háskólamenntaðan einstakling eða einstakling með reynslu af sérkennslu með börnum, sbr. lög nr. 95/2019. Við hvetjum áhugasama til að sækja um, þó þeir hafi ekki kennsluréttindi.

Leikskólar Hafnarfjarðar hafa innleitt betri vinnutíma sem miðast við 36 stunda vinnuviku fyrir allt starfsfólk. Starfsfólk í Félagi leikskólakennara og Þroskaþjálfafélaginu hefur kosið fyrirkomulag sem felur í sér að starfsár þeirra er sambærilegt starfsári grunnskólakennara. Þessir starfsmenn taka því út vinnutímastyttingu í kringum jól og áramót, þegar vetrarfrí er í grunnskólum, í dymbilviku og með lengri fjarveru á sumrin. 

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna, þ.m.t að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi í samstarfi við deildarstjóra.
  • Veita leikskólabörnum stuðning í daglegu starfi leikskólans
  • Skipuleggur og heldur utan um sérkennslu í nánu samstarfi við sérkennslustjóra
  • Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf sem sérkennari (Leyfisbréf fylgi umsókn)
  • Reynsla af sambærilegu starfi æskileg
  • Góð samskiptahæfni.
  • Áhugi á að vinna með börnum
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Góð íslenskukunnátta

Skilyrði er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigþrúður Sigurþórsdóttir leikskólastjóri, sigthrudur@hafnarfjordur.is, eða í síma 555-0721

Umsóknarfrestur til og með 27. september 2023

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Önnur störf