Sérkennari – Leikskólinn Tjarnarás

Sækja um starf

Umsóknarfrestur frá: 25.05.2023

Umsóknarfrestur til: 09.06.2023

Tengiliður: Hjördís Fenger

Tjarnarás auglýsir eftir sérkennara í 100% starf. Leikskólinn Tjarnarás er fjögurra deilda leikskóli í Áslandinu, þar sem stutt er í ósnortna náttúruna. Helstu áherslur í starfi skólans er þátttaka, frumkvæði og sköpun barnanna þar sem frjálsi leikurinn er í fyrirrúmi.

Leikskólar Hafnarfjarðar hafa innleitt betri vinnutíma sem miðast við 36 stunda vinnuviku fyrir allt starfsfólk. Starfsfólk í Félagi leikskólakennara og Þroskaþjálfafélaginu hefur kosið fyrirkomulag sem felur í sér að starfsár þeirra er sambærilegt starfsári grunnskólakennara. Þessir starfsmenn taka því út vinnutímastyttingu í kringum jól og áramót, þegar vetrarfrí er í grunnskólum, í dymbilviku og með lengri fjarveru á sumrin.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Fylgjast með velferð nemenda, hlúa að þeim andlega og líkamlega í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins svo að þeir fái notið sín sem einstaklingar
  • Sinnir kennslu sem tekur mið af þörfum nemenda og aðstæðum
  • Annast skipulagningu sérkennslu í samstarfi við annað starfsfólk
  • Vinnur í nánu samstarfi við starfsfólk og foreldra/forráðamenn nemenda
  • Kemur að gerð einstaklingsnámsskráa í samstarfi við annað starfsfólk
  • Veitir faglega ráðgjöf og liðsinni til foreldra, kennara og starfsfólks
  • Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Starfsleyfi sem kennari (leyfisbréf fylgi umsókn)
  • Framhaldsmenntun á sviði sérkennslu er kostur
  • Hæfni og áhugi á skólastarfi
  • Kennslureynsla og reynsla af sérkennslu æskileg
  • Færni í mannlegum samskiptum og samstarfshæfni
  • Frumkvæði, skipulagshæfileikar og sjálfstæði
  • Faglegur metnaður og áhugi.
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku

Fríðindi í starfi:

  • Heilsuræktarstyrkur
  • 75% afsláttur af leikskólagjöldum
  • Forgangur í leikskóla
  • Menningarkort – bókasafnskort
  • Sundkort

Fáist ekki starfsmaður með leyfisbréf til kennslu, kemur til greina að ráða einstakling með aðra háskólamenntun og þá með þekkingu og reynslu af sérkennslu, sbr. lög nr. 95/2019. Við hvetjum áhugasama til að sækja um.

Skilyrði er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hjördís Fenger leikskólastjóri, hjordisf@hafnarfjordur.is eða í síma 5659710

Umsóknarfrestur er til og með 09.06.2023

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við KÍ v/ Félags leikskólakennara.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Önnur störf