Sérkennari – Setbergsskóli, Berg sérdeild fyrir börn með einhverfu

Sækja um starf

Umsóknarfrestur frá: 26.03.2023

Umsóknarfrestur til: 09.04.2023

Tengiliður: María Pálmadóttir

Setbergsskóli var stofnaður árið 1989 og eru nemendur um 430 auk þess sem þar er starfrækt sérdeild fyrir börn með einhverfu. Sérdeildin starfar eftir hugmyndafræði TEACCH sem felur í sér skipulagða kennslu sem virkjar sjálfstæði einstaklingsins. Setbergsskóli er staðsettur í fallegu umhverfi sem býður upp á mikla möguleika til útiveru. Í skólanum er unnið metnaðarfullt starf með sérstakri áherslu á sköpun, fjölbreytt námsumhverfi, vellíðan, læsi, lýðræði og uppbyggjandi endurgjöf. Allir nemendur í 5. – 10. bekk hafa spjaldtölvur til umráða og yngri nemendur hafa einnig aðgang að slíkum tækjum. Einkunnarorð skólans eru virðing, víðsýni og vinsemd og grundvallast starf skólans á þeim gildum. Skólinn vinnur samkvæmt hugmyndafræði SMT um jákvæða skólafærni og samkvæmt hugmyndafræði Olweusar gegn einelti og andfélagslegri hegðun.

 

Helstu markmið deildarinnar eru þessi:

 • Skipulagt námsumhverfi
 • Einstaklingsnámskrá fyrir hvern nemanda
 • Sjónrænt dagskipulag við hæfi hvers nemanda
 • Markvisst skipulag sem stuðlar að sjálfstæði nemenda
 • Jákvæð hvatning í anda SMT-skólafærni
 • Virkt foreldrasamstarf
 • Fræðsla og starfsþróun

Helstu verkefni:

 • Vinna með nemendum með einhverfu. Sinna kennslu, aðlaga námsefni og námsaðstæður í samvinnu við deildastjóra og annað starfsfólk skólans
 • Vinna að þróun skólastarfs í samstarfi við stjórnendur og samstarfsfólk
 • Stuðla að almennri velferð nemenda í samstarfi við foreldra og fagfólk
 • Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Sérkennaramenntun
 • Reynsla af vinnu með börnum með einhverfu er æskileg
 • Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Jákvæðni og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi
 • Stundvísi og samviskusemi

Nánari upplýsingar um starfið veitir María Pálmadóttir, skólastjóri, í síma 5651011 eða í gegnum netfangið maria@setbergsskoli.is

Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðunni http://www.setbergsskoli.is

 

Umsóknarfrestur er til og með 9. apríl 2023.

Ráðið er í stöðuna frá 1. ágúst 2023.

 

Greinargóð ferilskrá og starfsleyfi fylgi umsókn.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Önnur störf