Skóla- og frístundaliðar í frístundaheimilið Hraunkot – Víðistaðaskóli

Sækja um starf

Umsóknarfrestur frá: 21.11.2023

Umsóknarfrestur til: 15.12.2023

Tengiliður: Dagbjört Harðardóttir

Víðistaðaskóli óskar eftir að ráða skóla- og frístundaliða í 30-50% starf fyrir skólaárið 2023-2024 í frístundaheimilið Hraunkot

Um er að ræða starf sem felur í sér stuðning og aðstoð við nemendur í frístundaheimilinu Hraunkoti eftir hádegi alla virka daga. Eftir að hefðbundnum skóla lýkur geta nemendur í 1. – 4. bekk farið í frístundaheimilið Hraunkot. .Hraunkot býður upp á fjölbreytt tómstundastarf til kl. 17:00, alla virka daga, óháð getu, þroska eða fötlun barna. Sérstök áhersla er lögð á að koma til móts við alla hópa.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Aðstoðar við faglegt starf með nemendum
 • Starfar samkvæmt leiðsögn frá næsta yfirmanni
 • Stuðlar að góðum aga og jákvæðum samskiptum
 • Tekur þátt í skipulagningu, undirbúningi og framkvæmd á fjölbreyttu tómstundastarfi
 • Stuðlar að velferð ungmenna í samstarfi við foreldra og annað fagfólk
 • Leitast við að virkja sem flesta óháð getu eða þroska í fjölbreytt verkefni og taka fullan þátt í þeim verkefnum og viðburðum sem eru skipulögð
 • Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Reynsla og áhugi af starfi með börnum kostur
 • Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Jákvætt viðmót og góð hæfni í mannlegum samskiptum
 • Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi
 • Stundvísi og samviskusemi
 • Góð íslenskukunnátta

Skilyrði fyrir ráðningu er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.

Nánari upplýsingar veitir Dagbjört Harðardóttir, deildarstjóri tómstundamiðstöðvar Víðistaðarskóla, dagbjorth@vidistadaskoli.is.

Umsóknarfrestur er til og með 15. desember.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Hafnarfjarðar.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Önnur störf