Skóla- og frístundaliðar í frístundaheimilið Lækjarsel – Lækjarskóli 

Sækja um starf

Umsóknarfrestur frá: 02.09.2024

Umsóknarfrestur til: 12.09.2024

Tengiliður: Bjarnveig Dagsdóttir

Lækjarskóli óskar eftir að ráða skóla- og frístundaliða í 50% starf fyrir skólaárið 2024-2025 í frístundaheimilið Lækjarsel. 

Um er að ræða starf sem felur í sér stuðning og aðstoð við nemendur í frístundaheimilinu Lækjarseli eftir hádegi alla virka daga. Eftir að hefðbundnum skóla lýkur geta nemendur í 1. – 4. bekk farið í frístundaheimilið Lækjarsel. Starfsemi Lækjarsels er í skólanum. Lækjarsel býður upp á fjölbreytt tómstundastarf til klukkan 17:00, alla virka daga, óháð getu, þroska eða fötlun barna. Sérstök áhersla er lögð á að koma til móts við alla hópa. 

Lækjarskóli á sér sögu allt aftur til ársins 1877 og er staðsettur í fallegu og grónu umhverfi við Lækinn í Hafnarfirði. Reist var ný skólabygging, björt og rúmgóð, og tekin í notkun árið 2002. Hér er meðal annars að finna bæði sundlaug og íþróttahús. Nemendur eru tæplega 500 talsins, þar af tæplega 170 á yngsta stigi.

 

Einkunnarorð Lækjarskóla eru ábyrgð, virðing og öryggi, og endurspeglast allt skólastarfið í þessum orðum. Unnið er samkvæmt SMT-skólafærni sem þýðir að áhersla er lögð á að nálgast nemendur á jákvæðan hátt, gefa góðri hegðun meiri gaum og skapa jákvæðan skólabrag.  

Næsti yfirmaður er deildarstjóri tómstundamiðstöðvar í Lækjarskóla.  

Helstu verkefni og ábyrgð: 

  • Starfar með nemendum með sértækan vanda 
  • Aðstoðar við almennt bekkjarstarf undir leiðsögn kennara 
  • Starfar í frístundaheimili og á sumar- og leikjanámskeiðum 
  • Tekur á móti nemendum og aðstoðar 
  • Sinnir gangavörslu og eftirliti með húsnæði og búnaði, heldur göngum og snyrtingum snyrtilegum yfir daginn 
  • Aðstoðar í matsal og við undirbúning matmálstíma 
  • Fylgist með og aðstoðar börnin í leik og starfi 
  • Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni 

 

Menntunar- og hæfniskröfur: 

  • Reynsla af starfi með börnum er æskileg 
  • Íslenskukunnátta skilyrði 
  • Almenn tölvukunnátta 
  • Mikill áhugi og metnaður til að starfa með börnum 
  • Uppbyggjandi í samskiptum, sveigjanleiki og mikil samstarfshæfni 
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum 
  • Stundvísi og samviskusemi 

 

Umsóknarfrestur til og með 12. september 2024.

Nánari upplýsingar fást hjá Bjarnveigu deildarstjóra tómstundamiðstöðvarinnar bjarnveig@laekjarskoli.is eða Örnu skólastjóra arna@laekjarskoli.is

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Hafnarfjarðar. 

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika. 

Önnur störf