Skóla- og frístundaliði – Lækjarskóli 

Sækja um starf

Umsóknarfrestur frá: 03.06.2025

Umsóknarfrestur til: 17.06.2025

Tengiliður: Bjarnveig Dagsdóttir

Lækjarskóli auglýsir eftir skóla- og frístundaliða í fullt starf. Við auglýsum eftir starfsfólki í bæði skólann og frístund. 

Helstu verkefni og ábyrgð: 

  • Starfar með nemendum með sértækan vanda 
  • Aðstoðar við almennt bekkjarstarf undir leiðsögn kennara 
  • Starfar í frístundaheimili og á sumar- og leikjanámskeiðum 
  • Tekur á móti nemendum og aðstoðar 
  • Sinnir gangavörslu og eftirliti með húsnæði og búnaði, heldur göngum og snyrtingum snyrtilegum yfir daginn 
  • Aðstoðar í matsal og við undirbúning matmálstíma 
  • Fylgist með og aðstoðar börnin í leik og starfi 
  • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu

Menntunar- og hæfniskröfur: 

  • Reynsla að vinna með börnum með sérþarfir kostur
  • Áhugi á faglegu starfi með börnum og unglingum
  • Samstarfs- og samskiptahæfni
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð 
  • Góð íslenskukunnátta 
  • Hæfni til að aðlagast breyttum aðstæðum

Umsóknarfrestur til og með 17. júní 2025

Nánari upplýsingar veita Arna skólastjóri, arna@laekjarskoli.is

eða Bjarnveig deildarstjóri tómstundamiðstöðvarinnar, bjarnveig@laekjarskoli.is

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Hafnarfjarðar. 

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika. 

Önnur störf