Skóla- og frístundaliði – Setbergsskóli

Sækja um starf

Umsóknarfrestur frá: 08.09.2023

Umsóknarfrestur til: 22.09.2023

Tengiliður: maria@setbergsskoli.is

Setbergsskóli auglýsir eftir skóla- og frístundaliða með fjölbreytta hæfni og áhuga á að vinna með börnum í 50% starfshlutfall

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Aðstoðar við almennt bekkjarstarf undir leiðsögn kennara 
  • Sinnir gangavörslu og eftirliti með húsnæði og búnaði, heldur göngum snyrtilegum yfir daginn 
  • Fylgist með og aðstoðar börnin í leik og starfi 
  • Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Reynsla og áhugi af starfi með börnum
  • Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Jákvætt viðmót og góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi
  • Stundvísi og samviskusemi
  • Góð íslenskukunnátta

Skilyrði fyrir ráðningu er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.

Nánari upplýsingar veitir María Pálmadóttir skólastjóri, maria@setbergsskoli.is.

Umsóknarfrestur er til og með 22. september.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Hafnarfjarðar.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Önnur störf