Smíðakennari – Engidalsskóli

Sækja um starf

Umsóknarfrestur frá: 30.05.2023

Umsóknarfrestur til: 14.06.2023

Tengiliður: Margrét Halldórsdóttir

Engidalsskóli óskar eftir kennara í hönnun og smíði í 70-80% starf, með möguleika á að fylla stöðuna með kennslu í öðrum námsgreinum. Ráðið er í stöðuna frá og með 1. ágúst 2023.

Engidalsskóli var stofnaður árið 1978, skólinn var sameinaður Víðistaðaskóla fyrir um áratug en endurheimti sjálfstæði sitt aftur haustið 2020 og er mikið uppbyggingarstarf í gangi. Skólinn er lítill og notalegur, hann sækja nemendur í 1.-7. bekk. Næsta vetur verða nemendur um 230.

Áhersla er lögð á fjölbreytta kennsluhætti, samþættingu námsgreina og teymisvinnu. Skólinn er heilsueflandi, flaggar Grænfána og er að taka fyrstu skrefin í leiðsagnarnámi. Haustið 2021 hóf skólinn markvissa samþættingu skóla- og frístundastarfs og innleiðingu á Uppeldi til ábyrgðar. Við skólann er einstaklega skemmtileg skólalóð sem býður upp á fjölbreytta möguleika til leikja og útikennslu. Góður starfsandi og jákvæð samskipti eru meðal allra sem í skólanum starfa. Við leitum að fólki sem vill taka þátt í að byggja upp öflugt skólastarf með okkur

Leiðarljós skólans eru: Ábyrgð – Virðing – Vellíðan

Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðunni www.engidalsskoli.is

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Annast kennslu í hönnun og smíði.
  • Vinnur að þróun skólastarfs í samstarfi við stjórnendur og samstarfsfólk
  • Stuðlar að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og fagaðila 
  • Vinnur samkvæmt stefnu skólans 
  • Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf til kennslu (leyfisbréf fylgi umsókn)
  • Haldgóð þekking á kennslufræði
  • Áhugi á að starfa með börnum og ungmennum
  • Leikni í fjölbreyttum kennsluháttum
  • Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Jákvæðni og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi
  • Stundvísi og samviskusemi
  • Góð íslenskukunnátta

Skilyrði við ráðningu er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Margrét Halldórsdóttir, skólastjóri, margreth@engidalsskoli.is í síma 555-4433.

Launakjör fer samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við KÍ.

 Umsóknarfrestur er til og með 14. júní 2023.

Greinargóð ferilsskrá fylgi umsókn. Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Önnur störf