Spænskumælandi ráðgjafi frístunda- og menningarmiðlunar (Brúarsmiður) – Mennta- og lýðheilsusvið

Sækja um starf

Umsóknarfrestur frá: 06.06.2025

Umsóknarfrestur til: 18.06.2025

Tengiliður: geir@hafnarfjordur.is; stellabjorg@hafnarfjordur.is

Mennta- og lýðheilsusvið Hafnarfjarðar auglýsir eftir spænskumælandi ráðgjafa í menningarmiðlun (brúarsmið) Um er að ræða 50-100% stöðu tímabundið í hálft ár, ráðið er í stöðuna frá 5. ágúst 2025.

Á skrifstofu mennta- og lýðheilsusviðs hjá Hafnarfjarðarbæ starfar fagfólk úr ýmsum fagstéttum að veitingu þjónustu til leik- og grunnskóla, dagforeldra, frístundaheimila og tónlistarskóla auk þess að annast stjórnsýslumálefni þeirra hjá sveitarfélaginu.

Markmið starfsins er að fræða og veita stuðning og ráðgjöf við foreldra og kennara vegna barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn í grunnskóla. Starfið fer að miklu leyti fram á vettvangi skóla og  íþrótta- og frístundastarfs. Vinnustöð starfsmanns er að Strandgötu 41. Starfið er á vegum mennta- og lýðheilsusviðs og heyrir undir íþrótta- og tómstundafulltrúa.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Að veita foreldrum af erlendum uppruna ráðgjöf varðandi grunnskólastarf og fræða um hlutverk foreldra í skólastarfi
  • Að styðja foreldra af erlendum uppruna í samskiptum við grunnskóla
  • Að fræða starfsfólk í grunnskólum um ólíka menningu og tungumál í fjölmenningarlegu skólasamfélagi
  • Að hvetja og aðstoða börn með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn til þátttöku í frístundastarfi
  • Að fræða börn og fjölskyldur þeirra um mikilvægi þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi og aðstoða við þátttöku barnanna
  • Að hafa yfirsýn yfir framboð íþrótta- og tómstunda og geta leiðbeint foreldrum varðandi skráningar og nýtingu frístundastyrks 
  • Að skipuleggja og búa til verkefni sem hafa það að markmiði að draga úr félagslegri einangrun barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn og styðja við virka þátttöku þeirra
  • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • BA/BS/B.Ed. gráða í mennta- eða félagsvísindum 
  • Reynsla og þekking á grunnskólastarfi
  • Reynsla af starfi með börnum með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn
  • Reynsla af starfi með börnum og unglingum
  • Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum og færni í samskiptum
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Góð kunnátta í spænsku
  • Almenn tölvukunnátta

Nánari upplýsingar veitir Geir Bjarnason, frístunda- og tómstundafulltrúi í gegnum netfangið geir@hafnarfjordur.is eða í síma: 6645754. 

Umsóknarfrestur er til og með 18. júní 2025.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við BHM.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Önnur störf