Sumarstörf fyrir ungmenni fædd 2005 og eldri

Sækja um starf

Umsóknarfrestur frá: 28.02.2023

Umsóknarfrestur til: 03.04.2023

Tengiliður: Tinna Dahl Christiansen

Á sumrin er Vinnuskóli Hafnarfjarðar stærsta starfstöðin í bænum. Starf í skólanum gefur einstaka möguleika á því að njóta útiveru og eiga þátt í að prýða bæjarlandið í samvinnu við ungt fólk. Vinnuskólinn starfar eftir áherslum Grænfána og er skóli án aðgreiningar. Umsækjendur skulu vera á 18 ári eða eldri (fædd 2005 eða eldri).

Dæmi um helstu verkefni og ábyrgð: 

 • Sláttur og hirðing beða, hreinsun opinna svæða
 • Ýmist viðhald
 • Leiðsögn á leikjanámskeiðum
 • Stuðningur við nemendur eða aðstoð í fjölmennum hópum
 • Aðstoða flokkstjóra við daglega stjórnun
 • Vinna með uppbyggileg samskipti og skapa liðsheild í hópnum

Hæfniskröfur:

 • Áhugi á að starfa með ungu fólki og vilji til að takast á við fjölbreytt verkefni
 • Samskiptafærni og hæfni til að vera nemendum góð fyrirmynd
 • Þekking á starfi Vinnuskólans eða önnur reynsla af starfi með börnum eða unglingum er kostur
 • Reynsla af garðyrkju- og umhirðutengdum störfum er kostur
 • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Hafnarfjarðarbæjar

Eftirfarandi störf eru í boði í sumar. Vinsamlegast takið fram í athugasemdum hvaða starfi þið óskið helst eftir.

Aðstoðarflokkstjóri

Auglýst er eftir starfsfólki til sumarstarfa við aðstoðarflokkstjórn ýmissa hópa vinnuskólans. Hópar sumarsins geta verið almennir hópar við grunnskóla, jafningjafræðsluhópur, listahópur og morgunhópur.

Starfstímabilið er tveir mánuðir frá 1. júní – 31. júlí. Aðstoðarflokkstjórar hópa geta unnið samtals 238 tímar frá byrjun júní til lok júlí.

Félög (íþróttafélög og fleira)

Auglýst er eftir starfsfólki til sumarstarfa hjá félögum í Hafnarfirði. Starfstímabilið er frá 1. júní – 15. ágúst. Flokkstjórar hjá félögum geta unnið samtals 238 tímar frá byrjun júní til miðs ágúst. Um er að ræða blöndu af inni- og útistörf ýmist við garðyrkju eða leikjanámskeið.

Vinsamlegast takið fram í athugasemdum hjá hvaða félagi umsækjandi óskar eftir sumarstarfi.

Blómahópur

Auglýst er eftir starfsfólki til sumarstarfa í blómahóp. Hópurinn sér um að gróðursetningu og viðhald blómabeða í bænum. Starfstímabilið er allt sumarið frá lok maí fram í ágúst.

Slátturhópur

Auglýst er eftir starfsfólki til sumarstarfa við slátt. Starfstímabilið er allt sumarið frá lok maí fram í ágúst.

Viðhaldshópur

Auglýst er eftir starfsfólki til sumarstarfa í viðhaldshóp. Um er að ræða fjölbreytt starf í hinum ýmsu viðhalds- og umhirðuverkefnum í bænum. Starfstímabilið er allt sumarið frá lok maí fram í ágúst.

Pokabíll 

Auglýst er eftir starfsfólki á pokabíl. Viðkomandi þarf að hafa bílpróf en starfið snýst að mestu leyti um að keyra eftir pokum sem hópar Vinnuskólans skilja eftir og tæma þá.

Lager

Auglýst er eftir starfsfólki á lager Vinnuskólans. Viðkomandi þarf að hafa bílpróf, almennt verkvit og sjálfstæð vinnubrögð. Starfið er mjög fjölbreytt og felur í sér umsjón með verkfæralager Vinnuskólans ásamt öðrum tilfallandi verkefnum. 

Byggðasafn Hafnarfjarðar

Auglýst er eftir yfirsetufólki í sýningahúsum Byggðasafnsins. Starfstímabilið er 1. júní-31. ágúst. Um er að ræða annars vegar störf á virkum dögum með vinnutímann 11:00-17:00 og hins vegar um helgar, þar sem unnið er um aðra hvora helgi kl. 11:00-17:00, báða dagana. Yfirsetufólk á safni sér um móttöku gesta, upplýsingagjöf og öryggisgæslu auk þess sem það sér um leiðsögn og fræðslu um sýningarnar.

Hafnarborg

Auglýst er eftir starfsmönnum til sumarstarfa í afgreiðslu Hafnarborgar og til aðstoðar á sumarnámskeiðum barna. Vinnutími er breytilegur; frá kl. 8:30-15:30 eða frá kl. 10:00-17:30. Starfstímabilið er frá síðari hluta maí og fram í ágúst. Um er að ræða innistarf. Viðkomandi sinnir safngæslu, aðstoð á myndlistar- og tónlistar námskeiðum, gæslu á tónleikum og öðrum viðburðum auk tilfallandi verkefna.

Bókasafn Hafnarfjarðar

Auglýst er eftir starfsmanni í afgreiðslu hjá Bókasafni Hafnarfjarðar. Um er að ræða almenna þjónustu við gesti, uppröðun og þrifum á gögnum, þátttöku í fjölskyldustundum fyrir börn ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.

Almenn umsókn í ýmis störf

Auglýst er eftir starfsfólki í sumar í ýmis störf hjá Vinnuskóla Hafnarfjarðar. Störfin eru ýmist inni eða úti.

Umsóknafrestur er til og með 3. apríl 2023

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Hlíf stéttarfélags.

Nánari upplýsingar veitir Tinna Dahl Christiansen, rekstrarstjóri, í gegnum tölvupóst tinnadahl@hafnarfjordur.is

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika.

Önnur störf