Tækniumsjón – Tölvudeild Hafnarfjarðarbær

Sækja um starf

Umsóknarfrestur frá: 10.05.2024

Umsóknarfrestur til: 24.05.2024

Tengiliður: Eymundur Björnsson

Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða tvo starfsmenn í tækniumsjón í þróunar- og tölvudeild bæjarins.

Starfið felst í að vinna að daglegum rekstri tölvukerfa og notendalausna og styðja þannig við þróun, innleiðingu nýrra og eldri kerfa. Fylgja stefnum og verklagsreglum deildarinnar og veita bestu mögulegu þjónustu hverju sinni með það að markmiði að notendur kerfa og lausna nái að nýta sér þau sem best í störfum sínum. Megináhersla verður á menntastofnanir bæjarins.

Hafnarfjarðarbæ hefur verið leiðandi bæjarfélag við innleiðingu á stafrænum lausnum og vill vera þar í fararbroddi. Tölvudeild fer með stjórnun og stefnumótun í tölvumálum bæjarins og tengdra stofnana, ásamt samhæfingu og eftirlit. Deildin sér um rekstur allra tölvukerfa og að meðhöndlun gagna sé í samræmi við þarfir bæjarins og öryggiskröfur. 

Helstu verkefni og ábyrgð: 

 • Notendaþjónusta með þjónustu um beiðnakerfi, símleiðis, staðbundinni þjónustu og með yfirtöku tölvubúnaðar með áherslu á menntastofnanir bæjarins
 • Annast bilanagreiningu og vinnur að eftirliti, uppsetningu og viðhaldi á vél- og hugbúnaði
 • Koma að þróun og innleiðingu á stafrænum tæknilausnum m.a. þjónusta við Microsoft 365 notendalausnir 
 • Önnur verkefni sem yfirmaður felur starfsmanni og samkvæmt starfslýsingu

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólanám í kerfisstjórnun t.d. diplómagráða frá Háskólanum í Reykjavík eða sambærileg menntun
 • Reynsla af notendaþjónustu og rekstri og innleiðingu tölvukerfa æskileg
 • Þekking og reynsla af kerfisstjórnunarlausnum eins og Active Directory, Windows stýrikerfum og öðrum sérhæfðum búnaði er kostur
 • Þekking á Microsoft 365 notendalausnum og skýjalausnum eins og Microsoft Azure er kostur 
 • Jákvætt viðmót, þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
 • Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð
 • Vinnur vel í teymi
 • Lausnamiðaður
 • Gott vald á íslensku bæði í ræðu og riti
 • Viðkomandi þarf að hafa bíl til afnota.
 • Viðkomandi þarf að geta hafið störf í byrjun ágúst.

Nánari upplýsingar veitir Eymundur Björnsson, deildarstjóri tölvudeildar, eymundur@hafnarfjordur.is 

Umsóknarfrestur er til og með 24. maí nk.

Umsókninni fylgi ferilskrá.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Hafnarfjarðarbæjar.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins

Önnur störf