Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Er stíflað eða vatnslaust? Hafðu samband hvenær sem er sólarhrings.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.
Umsóknarfrestur frá: 25.01.2023
Umsóknarfrestur til: 07.02.2023
Tengiliður: Anna Sigurborg Harðardóttir
Deila starfi
Leikskólinn Norðurberg óskar eftir að ráða þroskaþjálfa í 75-100% starf.
Leikskólinn Norðurberg er 6 deilda leikskóli í Norðurbæ Hafnarfjarðar. Þar dvelja að meðaltali 100 börn og um 32 starfsmenn. Áherslur leikskólans eru: umhverfismennt og útikennsla (Grænfána leikskóli), jákvæð samskipti (Að næra hjartað/PMT), hollusta og hreyfing, vináttuleikskóli Barnaheilla, snemmtæk íhlutun í málþroska ungra barna og innleiðing á læsi og stærðfræði.
Á Norðurbergi er starfsfólk með mikinn metnað fyrir starfi sínu og starfsánægja og starfsandi er góður.
Leitað er eftir áhugasömum einstaklingi sem hefur metnað og áhuga fyrir starfinu.
Starfið er laust nú þegar eða eftir samkomulagi.
Helstu verkefni og ábyrgð:
Menntunar- og hæfniskröfur:
Fríðindi í starfi:
Gerð er krafa um hreint sakavottorð við ráðningu.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna Borg Harðardóttir leikskólastjóri, annaborg@hafnarfjordur.is eða í síma 664-5851 og Gunnhildur Grímsdóttir aðstoðarleikskólastjóri, gunnhildur.gr@hafnarfjordur.is í síma 555-3484.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Samband íslenskra sveitarfélaga við Þroskaþjálfafélag Íslands.
Umsóknarfrestur er til og með 7. febrúar nk.
Greinargóð ferilskrá og leyfisbréf fylgi umsókn.
Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.
Umsóknarfrestur frá: 25.03.2022
Umsóknarfrestur til: 03.07.2023
Tengiliður: mannaudur@hafnarfjordur.is
Hér getur þú lagt inn umsókn í tímabundið afleysingastarf innan grunnskóla eða tónlistarskóla, en við leitum reglulega að starfsfólki í mjög fjölbreytt afleysingastörf.
Oft er hægt að mæta óskum um ákveðið starfshlutfall, aðlaga vinnutíma t.d að annarri vinnu eða námi eða bjóða upp á tímavinnu. Vinsamlegast taktu fram ef þú ert að leita að ákveðnu starfshlutfalli eða tímavinnu í umsókn. Timabundin afleysingastörf eru ekki alltaf auglýst og þá leita stjórnendur eða mannauðsdeild í umsóknargrunni.
Hér er um að ræða afleysingastörf sem ekki er ætlað að standa lengur en til 12 mánaða samfellt, s.s. vegna orlofs, veikinda, barnburðarleyfis eða námsleyfis.
Umsóknir hér eru aðeins skoðaðar í tímabundin afleysingastörf og koma ekki til greina við úrvinnslu á störfum sem eru auglýst sérstaklega. Því hvetjum við þig til að fylgjast vel með öllum auglýstum störfum á vef Hafnarfjarðarbæjar og sækja sérstaklega um ef ákveðið starf vekur áhuga.
Umsókn þín um afleysingarstarf er virk í sex mánuði og verður óvirk eftir þann tíma. Hægt er að óska eftir að umsókn verði óvirkjuð innan þess tíma með því að senda póst á mannaudur@hafnarfjordur.is
Umsóknum um tímabundin afleysingastörf er ekki svarað sérstaklega, en farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Umsóknin gildir ekki fyrir sumarstörf eða atvinnuátök.
Umsóknarfrestur frá: 28.03.2022
Hér getur þú lagt inn umsókn í tímabundið afleysingastarf sem tengjast málefnum fatlaðra, en við leitum reglulega að starfsfólki í mjög fjölbreytt afleysingastörf.
Oft er hægt að mæta óskum um ákveðið starfshlutfall, aðlaga vinnutíma t.d að annarri vinnu eða námi eða bjóða upp á tímavinnu. Vinsamlegast taktu fram ef þú ert að leita að ákveðnu starfshlutfalli eða tímavinnu í umsókn.
Timabundin afleysingastörf eru ekki alltaf auglýst og þá leita stjórnendur í umsóknargrunni. Hér er um að ræða afleysingastörf sem ekki er ætlað að standa lengur en til 12 mánaða samfellt, s.s. vegna orlofs, veikinda, barnburðarleyfis eða námsleyfis.
Tengiliður: ernaar@hafnarfjordur.is
Hér getur þú lagt inn umsókn um starf í tímavinnu sem liðsmaður hjá Fjölskyldu- og barnamálasviði. Um er að ræða sveigjanlegan vinnutíma eftir að hefðbundnum vinnutíma lýkur.
Meginmarkmið með liðveislu er að rjúfa félagslega einangrun einstaklinga með fötlun og efla viðkomandi til sjálfsbjargar og sjálfræðis.
Hér er um að ræða umsóknargrunn sem er unnið úr ef tækifæri opnast og því er umsóknum ekki svarað sérstaklega nema til ráðningar komi.
Upplýsingar veitir Erna Aradóttir ernaar@hafnarfjordur.is eða í síma 585-5500.
Umsóknir eru gildar í 6 mánuði og geymdar samkvæmt lögum um Þjóðskjalasafn Íslands.
Greinargóð ferilskrá fylgi umsókn.
Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagins.
Hér getur þú lagt inn umsókn um starf í tímavinnu sem persónulegur ráðgjafi hjá Fjölskyldu- og barnamálasviði. Um er að ræða sveigjanlegan vinnutíma eftir að hefðbundnum vinnutíma lýkur.
Meginmarkmið með persónulegri ráðgjöf er að veita börnum og unglingum stuðning til að takast á við persónuleg og félagsleg vandamál og efla viðkomandi til sjálfsbjargar og sjálfræðis.
Hér getur þú lagt inn umsókn í tímabundið afleysingastarf hjá Hafnarfjarðarbæ. Hér er um að ræða önnur afleysingarstörf en í leikskólum, grunnskólum, tónlistarskóla og á sviði málefna fatlaðra. Þau störf eru auglýst sér á ráðningarsíðu.
Við leitum reglulega að starfsfólki í fjölbreytt afleysingastörf. Timabundin afleysingastörf eru ekki alltaf auglýst og þá leita stjórnendur eða mannauðsdeild í umsóknargrunni. Hér er um að ræða afleysingastörf sem ekki er ætlað að standa lengur en til 12 mánaða samfellt, s.s. vegna orlofs, veikinda, barnburðarleyfis eða námsleyfis.
Umsóknarfrestur frá: 23.05.2022
Tengiliður: Helena Unnarsdóttir, Hulda Björg Finnsdóttir, Sjöfn Guðmundsdóttir, Soffia Ólafsdóttir
Fjölskyldu-og barnamálasvið ber ábyrgð á fjölbreyttri þjónustu við íbúa Hafnarfjarðar þar sem leitast er við að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi íbúanna. Áhersla er lögð á heildstæða félagslega þjónustu, þverfaglega samvinnu og snemmtæka íhlutun.
Fjölskyldu- og barnamálasvið Hafnarfjarðar óskar eftir að ráða stuðningsfjölskyldur sem fyrst.
Tilgangur með stuðningsfjölskyldu er að draga úr álagi á heimili barnanna, veita börnunum tilbreytingu og stuðning auk þess að gefa þeim kost á auknum félagslegum tengslum.
Um er að ræða störf 1-2 helgar í mánuði þar sem börnin dvelja á heimili stuðningsfjölskyldunnar.
Greiðslur til stuðningsfjölskyldu eru verktakagreiðslur.
Nánari upplýsingar veita:
Helena Unnarsdóttir deildarstjóri barnaverndar helenau@hafnarfjordur.is
Hulda Björg Finnsdóttir, deildarstjóri fjölskyldu- og skólaþjónustu hulda@hafnarfjordur.is
Sjöfn Guðmundsdóttir, deildarstjóri stuðnings- og stoðþjónustu sjofng@hafnarfjordur.is
Soffia Ólafsdóttir, deildarstjóri ráðgjafa- og húsnæðisteymis soffiao@hafnarfjordur.is
Hér getur þú lagt inn umsókn í tímabundið afleysingastarf í leikskólum Hafnarfjarðar, en við leitum reglulega að starfsfólki í mjög fjölbreytt afleysingastörf. Oft er hægt að mæta óskum um ákveðið starfshlutfall, aðlaga vinnutíma t.d að annarri vinnu eða námi eða bjóða upp á tímavinnu. Vinsamlegast taktu fram ef þú ert að leita að ákveðnu starfshlutfalli eða tímavinnu í umsókn.
Umsóknarfrestur frá: 18.01.2023
Umsóknarfrestur til: 01.02.2023
Tengiliður: ingibjorg@skardshlidarskoli.is
Við auglýsum eftir drífandi og kraftmiklum skóla- og frístundaliða í 40 – 50% starfshlutfall í Skarðsel sem er frístundaheimili Skarðshlíðarskóla
Frístundaheimilið er fyrir nemendur í 1. – 4. bekk Skarðshlíðarskóla en það er opið eftir að skóla lýkur til kl 17:00 alla virka daga.
Gildi skólans eru samvinna, vinátta og þrautseigja.
Í Skarðshlíðarskóla eru áhugasamir og skemmtilegir nemendur, metnaðarfullt starfsfólk og öflugur foreldrahópur. Við leggjum áherslu á góðan starfsanda, teymiskennslu, fjölbreytta kennsluhætti, SMT skólafærni og að allir nemendur nái góðum árangri í leik og starfi. Mílan er órjúfanlegur hluti af skólastarfinu en í því felst að nemendur og starfsfólk fer út daglega og gengur, skokkar eða hleypur í 15 mínútur.
Skilyrði fyrir ráðningu er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð
Ef þetta er eitthvað sem vekur áhuga þinn hafðu samband við okkur.
Stefán Arnarson, deildarstjóri tómstundamiðstöðvar í síma 6645823 / stefanarn@skardshlidarskoli.is Ingibjörg Magnúsdóttir, skólastjóri, í síma 6645871/ ingibjorg@skardshlidarskoli.is
Umsóknarfrestur er til og með 1.feb nk.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Hafnarfjarðar.
Umsóknarfrestur frá: 20.01.2023
Umsóknarfrestur til: 03.02.2023
Tengiliður: Guðrún Halldórsdóttir
Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða öflugan starfsmann í lærdómsríkt hlutastarf á heimili fyrir fatlað fólk. Unnið er eftir hugmyndafræði, þjónandi leiðsagnar, með áherslu á að íbúum líði vel í þægilegu og öruggu umhverfi heimilisins.
Í boði er spennandi og skemmtilegt starf í vaktavinnu og fjölbreytt verkefni.
Um er að ræða framtíðarstarf í 40% starfshlutfalli, starfið er fjölbreytt og unnið er í vaktavinnu. Viðkomandi mun vinna vaktir eftir samkomulagi.
Æskilegt er að viðkomandi hafi náð 20 ára aldri, en skilyrði er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Guðrún Halldórsdóttir, forstöðukona í síma: 585-5768, 664-5798 netfang: gudrunha@hafnarfjordur.is
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Hafnarfjarðar.
Umsóknarfrestur er til og með 3. febrúar 2023
Umsókn fylgi greinargóð ferilskrá.
Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir
bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagins.
Umsóknarfrestur til: 06.02.2023
Tengiliður: Hildur Sigþórsdóttir
Óskum eftir að ráða talnaglöggan og þjónustulundaðan starfsmann í launadeild í 100% stöðugildi í tímabundið starf. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Leitað er að einstaklingi sem býr yfir mikilli samskiptahæfni, sýnir frumkvæði og hefur tileinkað sér sjálfstæð vinnubrögð. Launafulltrúi heyrir undir deildarstjóra launadeildar.
Nánari upplýsingar veitir Hildur Sigþórsdóttir, deildarstjóri launadeildar, netfang: hildursigthors@hafnarfjordur.is
Launakjör eru skv. samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Hafnarfjarðar.
Umsóknarfrestur er til og með 6. febrúar nk.
Umsóknarfrestur frá: 23.01.2023
Tengiliður: Guðbjörg Hjaltadóttir
Hraunvallaleikskóli leitar að starfsmanni í leikskóla í 50-100% starf. Við leitum að áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum sem hafa reynslu af vinnu með börnum.
Hraunvallaleikskóli er sex deilda leikskóli staðsettur á Völlunum í Hafnarfirði þar sem stutt er í ósnortna náttúru. Leikskólinn vinnur eftir hugmyndafræði John Dewey og einkennist leikskólastarfið af fjölmenningu þar sem m.a. er virðing borin fyrir einstaklingnum, menningu og uppruna hans og allir hafa sama tækifæri til náms. Leikskólinn vinnur að þróunarverkefni um snemmtæka íhlutun. Mjög gott samstarf er við Hraunvallaskóla en leikskólinn er í sama húsnæði og grunnskólinn. Gildi leikskólans eru vinátta, samvinna og ábyrgð sem endurspegla allt starf leikskólans.
Leitað er eftir áhugasömum og ábyrgum einstaklingum sem hafa metnað fyrir starfinu.
Leikskólar Hafnarfjarðar hafa innleitt betri vinnutíma sem miðast við 36 stunda vinnuviku fyrir allt starfsfólk.
Upplýsingar um starfið veitir Guðbjörg leikskólastjóri gudbjorgh@hraunvallaskoli.is eða í síma 6645844
Fáist faglærður kennari til starfa, nýtur hann forgangs í starfið á grundvelli laga nr. 95/2019. Við hvetjum kennara til að sækja um. Leyfisbréf kennara fylgi umsókn.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Verkalýðsfélagið Hlíf, eða KÍ ef kennaramenntaður einstaklingur sækir um starfið.
Framlengdur umsóknarfrestur er til og með 6. febrúar.
Umsóknarfrestur frá: 30.01.2023
Umsóknarfrestur til: 13.02.2023
Tengiliður: Elísabet Karlsdóttir
Leikskólinn Bjarkalundur auglýsir eftir sérkennara eða þroskaþjálfa í 100% starf.
Leikskólinn Bjarkalundur er staðsettur á Völlunum og er fjögurra deilda leikskóli sem opnaði haustið 2016. Leikskólinn lítur til starfsaðferða Reggio Emilia. Áherslur leikskólans eru: Snemmtæk íhlutun í málþroska ungra barna ásamt læsi, flæði og hreyfingu. Unnið er samkvæmt SMT, markmið SMT gengur m.a. út á að veita jákvæðri hegðun athygli og styrkja hana. Gildi leikskólans eru samvinna, virðing og umhyggja. Þau samskipti sem gilda innan skólans byggjast á þessum gildum og eiga að endurspeglast í öllu starfi skólans.
Í leikskólanum Bjarkalundi starfar jákvætt, áhugasamt og skemmtilegt starfsfólk sem leggur áherslu á fagmennsku.
Skilyrði er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.
Nánari upplýsingar veitir um starfið veitir Elísabet Karlsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri, elisabetk@hafnarfjordur.is, sími: 555-4941.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags leikskólakennara eða Þroskaþjálfafélag Íslands.
Umsóknarfrestur er til og með 13. febrúar 2023.
Umsóknarfrestur frá: 30.12.2022
Umsóknarfrestur til: 09.02.2023
Tengiliður: Sigurður Haraldsson
Hafnarfjarðarbær auglýsir starf skipulagsfulltrúa laust til umsóknar. Skipulagsfulltrúi stjórnar daglegri starfsemi skipulagsdeildar og sér til þess að fagleg vinnubrögð séu ráðandi í öllu starfi hennar.
Starfið felur í sér þátttöku í stefnumótun og forystu við þróun og innleiðingu nýjunga og nýrra áherslna í deildinni og að hún sé í fararbroddi hvað varðar þjónustu við notendur og sé í samræmi við ferla og reglur sem eru í gildi.
Skipulagsfulltrúi skal tryggja að starfsemin sé í samræmi við lög og reglugerðir, gildandi fjárhagsáætlun, sett markmið og ákvarðanir bæjarstjórnar og þeirra ráða og nefnda sem hafa með málaflokkinn að gera.
Leitað er að drífandi einstaklingi sem hefur metnað og drifkraft til að halda áfram að þróa starfið og skipulagsmál sveitarfélagsins.
Nánari upplýsingar veitir Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs í síma 585-5500 eða siggih@hafnarfjordur.is.
Umsóknarfrestur framlengdur til og með 9. febrúar nk.
Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag, en skv. útgefnu starfsmati fyrir starfið.
Umsóknarfrestur frá: 05.01.2023
Tengiliður: Arnrún Einarsdóttir
Leikskólinn Víðivellir auglýsir eftir aðstoðarleikskólastjóra í afleysingu til eins árs.
Þarf að geta hafið störf 1.apríl 2023 eða fyrr.
Leikskólinn Víðivellir er fjögurra deilda skóli, stofnaður 1977 og er fyrsti leikskólinn sem rekinn er af Hafnarfjarðarbæ. Sérstaða skólans felst meðal annars í þróunarvinnu vegna skóla án aðgreiningar, en frá upphafi hefur skólinn sérhæft sig í faglegri
vinnu með börnum með fatlanir og þroskafrávik. Á Víðivöllum starfar áhugasamt og skemmtilegt fólk í nánu samstarfi við sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa, talmeinafræðinga og aðra sérfræðinga. Daglegt starf Víðivalla byggist upp á föstum dagskrárliðum þar sem unnið er í samræmi við Aðalnámsskrá leikskóla og námsskrá skólans. Að auki er unnið eftir aðferðafræði í snemmtækri íhlutun, Læsisstefnu Hafnarfjarðar og Vináttuverkefni Barnaheilla ásamt öðrum áhersluþáttum.
Leikskólinn er í norðurbæ Hafnarfjarðar og því í göngufæri við helstu náttúrperlur bæjarins, söfn og fjölbreytt menningarlíf.
Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn að leiða áfram og taka þátt í faglegu leikskólastarfi. Um er að ræða 100% starfshlutfall en hlutfall stjórnunar aðstoðarleikskólastjóra er 50%.
Helstu verkefni og ábyrgð
Hæfniskröfur
Upplýsingar um starfið veitir Arnrún Einarsdóttir leikskólastjóri í síma 555-3599, arnrune@hafnarfjordur.is
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags stjórnenda leikskóla.
Umsóknarfrestur er til og með 1.febrúar 2023.
Öllum umsóknum verður svarað eftir að umsóknarfrestur er liðinn og unnið hefur verið úr umsóknum.
Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynja í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins
Umsóknarfrestur frá: 31.01.2023
Umsóknarfrestur til: 14.02.2023
Tengiliður: Ægir Örn Sigurgeirsson
Fjölskyldu-og barnamálasvið Hafnarfjarðarbæjar óskar eftir að ráða sérfræðinga í málefnum flóttafólks.
Hafnarfjarðarbær leitar að hugmyndaríkum og drífandi einstaklingum til starfa innan stoðdeildar flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd. Starfið tilheyrir fjölskyldu- og barnamálasviði Hafnarfjarðar. Um er að ræða fjölbreytt starf innan málaflokks sem fer sífellt stækkandi og er í stöðugri mótun.
Um er að ræða tímabundið starf til 12 mánaða í spennandi starfsumhverfi þar sem viðkomandi gefst tækifæri á að vinna að nýrri nálgun í málastjórn og taka þátt í umbótastarfi innan málaflokksins með vinnu í skapandi teymi sem sett er saman af þverfaglegum hópi mismunandi fagstétta. Lögð er áhersla á samþætta þjónustu og markvissa tengingu milli félags- og skólaþjónustu sveitarfélagsins.
Höfðað er sérstaklega til félagsráðgjafa eða starfstétta sem þekkingu og mögulega reynslu af vinnu í barnaverndarþjónustu.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar veitir Ægir Örn Sigurgeirsson, deildarstjóri stoðdeildar flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd, aegirorn@hafnarfjordur.is
Launakjör samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Fræðagarð eða félagsráðgjafafélagið.
Umsóknarfrestur er til og með 14.02.2023
Greinargóð ferilskrá og kynningarbréf fylgi umsókn.
Umsóknarfrestur til: 19.02.2023
Tengiliður: Steinunn Óskarsdóttir
Sérfræðingur á heimili fyrir fatlað fólk – Drekavellir
Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða metnaðarfullan sérfræðing í lærdómsríkt starf á heimili fatlaðs fólks, staðsett á Völlunum. Fjölbreytt og spennandi starf, unnið er eftir hugmyndafræði Þjónandi leiðsagnar. Viðkomandi þarf að geta unnið morgun, milli og kvöldvaktir og er starfshlutfall 80% eða eftir samkomulagi.
Menntun- og hæfniskröfur:
Skilyrði er að viðkomandi hafi náð 20 ára aldri og hafi hreint sakavottorð.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Þroskaþjálfafélag Íslands eða Fræðagarð.
Frekari upplýsingar um starfið Steinunn Óskarsdóttir, forstöðukona í síma: 544-2360, netfang: steinunno@hafnarfjordur.is
Umsóknarfrestur er til og með 19. febrúar. 2023
Vakinn er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.
Umsóknarfrestur frá: 01.02.2023
Umsóknarfrestur til: 15.02.2023
Tengiliður: Berglind Kristjánsdóttir
Skarðshlíðarleikskóli er nýlegur fjögurra deilda leikskóli sem uppfyllir nútímakröfur leikskólastarfs, staðsettur að Hádegisskarði 1.
Stefna skólans tekur mið af Fjölgreindakenningu Howards Gardners og Uppeldi til ábyrgðar. Hugmyndafræðilegur grunnur skólans tekur mið af lærdómssamfélagi (e. Professional Learning Community) þar sem allir læra saman og áhersla lögð á virka þátttöku við að þróa öflugt skólastarf. Við leggjum áherslu á lýðræði, frumkvæði og lífsgleði í daglegum samskiptum og að auka leikni og færni barnanna í gegnum leikinn.
Þar sem þetta er nýlegur skóli færð þú gullið tækifæri til að taka þátt í að móta námskrá leikskólans, búa til hefðir og taka þátt spennandi samstarfi við grunnskóla, tónlistaskóla, íþróttahús og bókasafn, því við verðum öll í sömu byggingunni. Við leggjum áherslu á að skapa góðan starfsanda þar sem allir fá að njóta sín og leggja sitt af mörkum.
Nánari upplýsingar um störfin veita Berglind Kristjánsdóttir leikskólastjóri og Katrín Hildur Jónasdóttir aðstoðarleikskólastjóri í síma 527 7380. Fyrirspurnir má einnig senda á netfangið skardshlidarleikskoli@hafnarfjordur.is
Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar 2023
Tengiliður: robertg@setbergskoli.is
Félagsmiðstöðin Setrið býður börnum og unglingum í 5. -10.bekk vettvang fyrir fjölbreytt og skemmtilegt tómstundastarf í húsnæði skólans eftir að hefðbundnum skóla lýkur. Starfið er unnið á grunni unglingalýðræðis og anda forvarna. Setrið er vettvangur fyrir opið félagsstarf og skipulagða dagskrá, hópastarf og ýmsa viðburði sem starfsfólk framkvæmir með unglingum.
Starfið er ca. 25% og hentar vel fyrir skólafólk eða fyrir þá sem eru að leita sér að aukavinnu, vinnutíminn er utan hefðbundins vinnutíma.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Róbert Gíslason, deildarstjóri Tómstundamiðstöðvar, í gegnum netfangið robertg@setbergsskoli.is
Umsóknarfrestur er til og með 3.febrúar 2023.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Hafnarfjarðar.
Tengiliður: Tinna Dahl Christiansen
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsjónarmanni Vinnuskólans fyrir sumarið 2023.
Um er að ræða tímabundna ráðningu til 4-6 mánaða, eftir samkomulagi.
Starfið felur í sér rekstur og stjórnun Vinnuskóla Hafnarfjarðarbæjar þar sem starfa yfir sumarið um 1000 nemendur, 14-17 ára ásamt flokkstjórum, viðhaldshópum og garðyrkjuhópum. Meðal verkefna sem falla undir starfið er t.d. utanumhald um fjölskyldugarðana.
Gerð er krafa um að viðkomandi sé með hreint sakavottorð og geti framvísað því áður en til ráðningar kemur, auk þess sem viðkomandi þarf að vera með bílpróf.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Tinna Dahl Christiansen, rekstrarstjóri, á netfanginu tinnadahl@hafnarfjordur.is
Umsóknarfrestur er til og með 6. febrúar 2023.
Ferilskrá fylgi umsókn og prófskírteini.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélagi Hafnarfjarðar.
Umsóknarfrestur frá: 06.01.2023
Tengiliður: Sigþrúður Sigurþórsdóttir
Leikskólinn Hörðuvellir leitar að starfsmanni í leikskóla í 50-100% starf. Við leitum að áhugasömum og metnaðarfullum einstakling sem hefur reynslu af vinnu með börnum.
Leikskólinn er fjögurra deilda með 75 börn. Hörðuvellir eru á fallegum útsýnisstað við lækinn.
Einkunnarorð leikskólans er: Leikur – Reynsla – Þekking.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigþrúður Sigurþórsdóttir leikskólastjóri, sigthrudur@hafnarfjordur.is, eða í síma 555-0721
Umsóknarfrestur er til og með 01. febrúar 2023
Umsóknarfrestur frá: 24.01.2023
Tengiliður: Svanhildur Birkisdóttir
Leikskólinn Víðivellir auglýsir eftir drífandi og kraftmiklum þroskaþjálfa í fullt starf.
Ef ekki fæst einstaklingur með viðkomandi menntun kemur til greina að ráða starfsfólk með aðra menntun og reynslu.
Leikskólinn Víðivellir er fyrsti leikskólinn sem Hafnarfjarðarbær byggir og rekur. Leikskólinn tók til starfa 28. febrúar 1977. Víðivellir er fjögurra deilda leikskóli. Í upphafi var ein af deildunum sérdeild fyrir fötluð börn en árið 1993 var hún lögð niður þegar skóli án aðgreiningar var tekið upp og áhersla á blöndun fatlaðra og ófatlaðra barna. Hjá okkur eru um 100 börn með breytilega dvalartíma.
Hjá okkur starfar áhugasamt og skemmtilegt fólk, leikskólakennarar, þroskaþjálfar, starfsmenn með aðra háskólamenntun og leikskólaliðar. Lögð er sérstök áhersla á öfluga stoðþjónustu við nemendur með sérþarfir. Við erum í nánu samstarfi við sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa, talmeinafræðinga og aðra sérfræðinga. Við leggjum mikið upp úr því að hvert barn fái að njóta sín sem einstaklingur og við notum tækifæri hvers dags til að kenna börnunum á allar hliðar daglegs lífs.
Leikskólar Hafnarfjarðar hafa innleitt betri vinnutíma sem miðast við 36 stunda vinnuviku fyrir allt starfsfólk. Starfsfólk í Félagi leikskólakennara og Þroskaþjálfafélaginu hefur kosið fyrirkomulag sem felur í sér að starfsár þeirra er sambærilegt starfsári grunnskólakennara. Þessir starfsmenn taka því út vinnutímastyttingu í kringum jól og áramót, þegar vetrarfrí er í grunnskólum, í dymbilviku og með lengri fjarveru á sumrin.
Menntunar- og hæfniskröfur
Fríðindi í starfi
Nánari upplýsingar um starfið veita Svanhildur Birkisdóttir, svanhildurbi@hafnarfjordur.is og Arnrún Einarsdóttir, arnrune@hafnarfjordur.is eða í síma 555-3599.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Þroskaþjálfafélag Íslands.
Umsóknarfrestur er til og með 7. febrúar 2023.
Leikskólinn Víðivellir óskar eftir að ráða áhugasama og metnaðarfulla kennara í fullt starf. Þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Fáist ekki starfsmaður með leyfisbréf til kennslu, kemur til greina að ráða háskólamenntaðan einstakling eða einstakling með reynslu af starfi með börnum, sbr. lög nr. 95/2019. Við hvetjum áhugasama til að sækja um.
Hjá okkur starfar áhugasamt og skemmtilegt fólk, leikskólakennarar, þroskaþjálfar, starfsmenn með aðra háskólamenntun og leiðbeinendur. Lögð er sérstök áhersla á öfluga stoðþjónustu við nemendur með sérþarfir. Við erum í nánu samstarfi við sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa, talmeinafræðinga og aðra sérfræðinga. Við leggjum mikið upp úr því að hvert barn fái að njóta sín sem einstaklingur og við notum tækifæri hvers dags til að kenna börnunum á allar hliðar daglegs lífs.
Skilyrði við ráðningu er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.
Nánari upplýsingar um starfið veita Svanhildur Birkisdóttir, svanhildurbi@hafnarfjordur.is og Arnrún Einarsdóttir, arnrune@hafnarfjordur.is sími: 555-3599.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við KÍ v/ Félags leikskólakennara.
Umsóknarfrestur er til og með 7.febrúar 2023.
Tengiliður: Bryndís Guðlaugsdóttir
Leikskólinn Hlíðarendi óskar eftir að ráða leikskólakennara í 100% stöðu.
Leikskólinn Hlíðarendi er fjögurra deilda og er staðsettur í útjaðri Setbergshverfis. Helstu áhersluþættir eru hreyfing, lífsleikni og umhverfismennt.
Leikskólar Hafnarfjarðar hafa innleitt betri vinnutíma sem miðast við 36 stunda vinnuviku fyrir allt starfsfólk. Starfsfólk í Félagi leikskólakennara og Þroskaþjálfafélaginu hefur kosið fyrirkomulag sem felur í sér að starfsár þeirra er sambærilegt starfsári grunnskólakennara. Þessir starfsmenn taka því út vinnutímastyttingu í kringum jól og áramót, þegar vetrarfrí er í grunnskólum, í dymbilviku og með lengri fjarveru á sumrin.
Skilyrði er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.
Nánari upplýsingar um starfið veita Bryndís Guðlaugsdóttir leikskólastjóri og Fjóla Kristjánsdóttir aðstoðarleikskólastjóri í síma 555 1440. Fyrirspurnir má einnig senda á netfangið hlidarendi@hafnarfjordur.is
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Samband íslenskra sveitafélaga og KÍ v/Félags leikskólakennara.
Umsóknarfrestur er til 7. febrúar 2023
Tengiliður: Særún Þorláksdóttir
Leikskólinn Vesturkot leitar að starfsmanni í leikskóla í 100% starf. Við leitum að áhugasömum og metnaðarfullum einstakling sem hefur reynslu af vinnu með börnum.
Leikskólinn Vesturkot er þriggja deilda að verða fjögra deilda, staðsettur á Holtinu þar sem stutt er í ósnortna náttúruna. Stefna leikskólans tekur mið af lærdómsamfélaginu þar sem áhersla er lögð á að allir séu virkir þátttakendur í að móta og þróa skólastarfið. Einkunnarorð leikskólans eru lífsgleði, leikur og leikni. Við eflum lífsgleði með jákvæðu viðhorfi og samskiptum, aukum leikni og færni í gegnum leikinn og að nemendur fái að takast sjálf á við verkefnin með okkar stuðningi. Unnið er samkvæmt SMT skólafærni þar sem lögð er áhersla á að nálgast nemendur á jákvæðan hátt, gefa góðri hegðun meiri gaum og skapa jákvæð og uppbyggileg samskipti.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Særún Þorláksdóttir
Umsóknarfrestur er til og með 07. febrúar. nk.
Umsóknarfrestur til: 10.02.2023
Tengiliður: Halla Harpa Stefánsdóttir
Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða þroskaþjálfa í Hæfingarstöðina að Bæjarhrauni. Þar fer fram þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.
Í boði er 75% -100% framtíðarstarf í dagvinnu. Um er að ræða spennandi, lærdómsríkt og framsækið starf með fjölbreyttum verkefnum. Lögð er áhersla á góða aðlögun í starfið.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Halla Harpa Stefánsdóttir forstöðuþroskaþjálfi virka daga í síma 565-0446, milli kl. 08.00-16.00.
Umsóknarfrestur er til og með 10. febrúar 2023.
Umsóknarfrestur til: 08.02.2023
Tengiliður: Kristinn Guðlaugsson
Við auglýsum eftir drífandi og kraftmiklum skóla- og frístundaliða í 50% starfshlutfall í Holtasel sem er frístundaheimili Hvaleyrarskóla.
Frístundaheimilið er fyrir nemendur í 1. – 4. bekk Hvaleyrarskóla en það er opið eftir að skóla lýkur til kl. 17:00 alla virka daga.
Í Hvaleyrarskóla eru um 400 nemendur í 1. til 10. bekk. Einkunnarorð skólans eru ábyrgð, kurteisi og samvinna og endurspeglast allt skólastarfið í þessum orðum. Í skólanum er unnið samkvæmt SMT-skólafærni sem þýðir að áhersla er lögð á að nálgast nemendur á jákvæðan hátt, gefa góðri hegðun meiri gaum og skapa þannig jákvæðan skólabrag. Hvaleyrarskóli er jafnframt heilsueflandi grunnskóli og vinnur eftir Olweusaráætluninni gegn einelti. Hvaleyrarskóli er skóli margbreytileikans þar sem lögð er rækt við fjölmenningu.
Skólinn vinnur samkvæmt hugmyndafræði SMT, Olweus, markvissar málörvunar og Byrjendalæsis.
Nánari upplýsingar um skólann má einnig finna á heimasíðunni http://www.hvaleyrarskoli.is.
Ef þetta eitthvað sem vekur áhuga þinn hafðu samband við okkur. Áskell Dagur Arason, deildarstjóri tómstundamiðstöðvar í síma 897-6700/ askella@hvaleyrarskoli.is. Kristinn Guðlaugsson, skólastjóri í síma 664-5833/kristinn@hvaleyrarskoli.is eða í síma skólans 565-0200.
Umsóknarfrestur er til og með 8. febrúar 2023.
Tengiliður: Kristján Hans Óskarsson
Öldutúnsskóli auglýsir eftir skóla- og frístundaliða í tómstundamiðstöð
Við í Öldutúnsskóla auglýsum eftir drífandi og kraftmiklum skóla- og frístundaliða til starfa.
Um er að ræða 50% starf sem felur í sér stuðning og aðstoð við nemendur í frístundaheimilinu Selinu eftir hádegi alla virka daga.
Í tómstundamiðstöðinni er starfsemi frístundaheimilis fyrir 6 – 9 ára börn og félagsmiðstöð fyrir 10 – 16 ára börn. Markmið tómstundamiðstöðvarinnar er að gefa börnum og unglingum tækifæri til að stunda skapandi og þroskandi félagsstarf í heilbrigðu umhverfi á jafnréttisgrundvelli.
Í Öldutúnsskóla er lögð áhersla á skapandi og gefandi námsumhverfi þar sem allir aðilar leitast við að gera námið í senn áhugavert og skemmtilegt. Við leggjum áherslu á góðan starfsanda og fjölbreytta kennsluhætti. Rík áherslu er lögð á teymisvinnu
Einkunnarorð skólans eru virðing, virkni og vellíðan og grundvallast starf skólans af þeim gildum. Skólinn vinnur samkvæmt hugmyndafræði SMT um jákvæða skólafærni og samkvæmt hugmyndafræði Olweusar gegn einelti og andfélagslegri hegðun. Skólinn leggur ríka áherslu á umhverfismál og hefur tekið á móti Grænfánanum fimm sinnum.
Í Öldutúnsskóla eru um 620 nemendur í 1. – 10. bekk.
Skilyrði fyrir ráðningu er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.
Ef þetta er eitthvað sem vekur áhuga þinn hafðu endilega samband við okkur.
Nánari upplýsingar veitir Kristján Hans Óskarsson, deildarstjóri tómstundar, í síma 664-5712 og í gegnum tölvupóst kristjan.oskarsson@oldutunsskoli.is og Valdimar Víðisson, skólastjóri, í síma 664-5898 og í gegnum tölvupóst valdimar.vidisson@oldutunsskoli.is
Umsóknarfrestur er til 8. febrúar 2023
Tengiliður: Birna Guðmundsdóttir
Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða öflugan starfsmann í lærdómsríkt starf á heimili fatlaðs fólks, sem staðsett er í Svöluási í Áslandshverfi. Unnið er eftir hugmyndafræði Þjónandi leiðsagnar.
Um er að ræða fjölbreytt og spennandi 40% starf, sem unnið er á kvöld-, og helgarvöktum.
Hæfniskröfur:
Frekari upplýsingar um starfið veitir Birna Guðmundsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi í síma: 565-0301 netfang: birnagu@hafnarfjordur.is
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við starfsmannafélag Hafnarfjarðar.
Umsóknarfrestur er til og með 08. janúar 2023
Tengiliður: Þórdís Rúriksdóttir
Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða öflugan starfsmann á heimili fyrir fatlaðan einstakling, sem staðsett er í Setberginu. Unnið er eftir hugmyndafræði Þjónandi leiðsagnar.
Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf aðra hverja helgi.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Þórdís Rúriksdóttir, forstöðumaður í síma: 565-5100, netfang: thordisru@hafnarfjordur.is
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Hafnarfjarðarbæjar.
Umsóknarfrestur 8.febrúar 2023.
Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins
Tengiliður: Björn Bögeskov Hilmarsson
Umhverfis- og skipulagssvið óskar eftir að ráða þjónustufulltrúa í fjölbreytt skrifstofustarf. Um er að ræða 100% starf. Á umhverfis- og skipulagssviði eru um 48 stöðugildi.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Hafnarfjarðar
Nánari upplýsingar um störfin veita Björn Bögeskov Hilmarsson, forstöðumaður þjónustumiðstöðvar, í síma 585-5670 eða í gegnum tölvupóst: boddi@hafnarfjordur.is og Sigurður Haraldsson, sviðsstjóri, í síma 585-5670 eða í gegnum tölvupóst: siggih@hafnarfjordur.is
Umsóknarfrestur frá: 10.01.2023
Tengiliður: saerunth@hafnarfjordur.is
Leikskólinn Vesturkot óskar eftir að ráða deildarstjóra.
Um er að ræða 100% starf. Reiknað með að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða samkvæmt samkomulagi.
Fríðindi í starfi:
Fáist ekki starfsmenn með leyfisbréf til kennslu, kemur til greina að ráða háskólamenntaðan einstakling eða einstakling með reynslu af starfi með börnum, sbr. lög nr. 95/2019. Við hvetjum áhugasama til að sækja um, þó þeir hafi ekki kennsluréttindi.
Upplýsingar um starfið veita Særún Þorláksdóttir leikskólastjóri saerunth@hafnarfjordur.is og Inga Þóra Ásdísardóttir aðstoðarleikskólastjóri í síma 565-0220 og netfang skólans er vesturkot@hafnarfjordur.is
Umsóknarfrestur framlengdur til 07. febrúar nk.
Tengiliður: Michelle Sonia Horne
Leikskólinn Stekkjarás auglýsir eftir skólaritara í 30% starf.
Leikskólinn Stekkjarás er átta deilda og er staðsettur í Áslandshverfinu. Leikskólinn starfar eftir aðferðum Reggio Emilia og einkunnarorð leikskólans eru “Hugmyndir barnsins – verkefni dagsins”
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Hafnarfjarðar
Nánari upplýsingar um starfið veitir Michelle Sonia Horne leikskólastjóri michelleho@hafnarfjordur.is eða í síma 517-5920 og Harpa Kolbeinsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri harpako@hafnarfjordur.is
Umsóknarfrestur er til og með 1. febrúar 2023
Tengiliður: gudbjorgh@hraunvallaskoli.is
Hraunvallaleikskóli vantar sérkennara til starfa.
Hraunvallaleikskólinn óskar eftir að ráða sérkennara í 50-100% starf. Fáist ekki starfsmaður með leyfisbréf til kennslu, kemur til greina að ráða háskólamenntaðan einstakling eða einstakling með reynslu af sérkennslu með börnum, sbr. lög nr. 95/2019. Við hvetjum áhugasama til að sækja um, þó þeir hafi ekki kennsluréttindi.
Hraunvallaleikskóli er nú sex deilda leikskóli staðsettur á Völlunum í Hafnarfirði þar sem stutt er í ósnortna náttúru. Leikskólinn vinnur eftir hugmyndafræði John Dewey og einkennist leikskólastarfið af fjölmenningu þar sem m.a. er virðing borin fyrir einstaklingnum, menningu og uppruna hans og allir hafa sama tækifæri til náms. Leikskólinn starfar eftir hugmyndafræði um snemmtæka íhlutun. Mjög gott samstarf er við Hraunvallaskóla en leikskólinn er í sama húsnæði og grunnskólinn. Gildi leikskólans eru vinátta, samvinna og ábyrgð sem endurspegla allt starf leikskólans.
Leitað er eftir áhugasömum og ábyrgum einstaklingi sem hefur metnað fyrir starfinu.
Upplýsingar um starfið veitir Guðbjörg leikskólastjóri gudbjorgh@hraunvallaskoli.is
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.
Umsóknarfrestur er framlengdur til og með 1. febrúar 2023
Tengiliður: Ólafía Guðmundsdóttir
Leikskólinn Hlíðarberg óskar eftir að ráða kennara í fullt starf.
Leikskólinn Hlíðarberg er 5 deilda leikskóli í Setbergshverfi. Þar dvelja að jafnaði 94 börn og starfa 32 starfsmenn. Einkunnarorð leikskólans er hreyfing, sköpun, vellíðan og tekur starfið mið af þeim. Unnið er eftir hugmyndafræði Reggio Emilia. Leikrými barnanna er gott og listasmiðja á hverri deild. Sameiginlegur salur er fyrir allar deildir. Góð vinnuaðstaða er fyrir starfsfólk.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ólafía Guðmundsdóttir, leikskólastjóri olafia@hafnarfjordur.is. Einnig er hægt að hafa samband í síma: 578 4300.
Ferilskrá og leyfisbréf kennara fylgi umsókn.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við KÍ.
Umsóknarfrestur er til og með 14 febrúar 2023.
Umsóknarfrestur frá: 26.01.2023
Tengiliður: Rakel Róbertsdóttir
Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða öflugan starfsmann í lærdómsríkt starf á heimilum fatlaðs fólks sem glímir við andlegar áskoranir. Unnið er eftir hugmyndafræði Þjónandi leiðsagnar.
Spennandi og skemmtilegt starf, með fjölbreyttum verkefnum . Vinnutími er 8-13 á virkum dögum og eitt kvöld í viku.
Starfshlutfall er 70% Gott væri ef viðkomandi gæti byrjað í lok feb
Frekari upplýsingar um starfið Rakel Róbertsdóttir, forstöðukona í síma: 534-3891, netfang: rakelr@hafnarfjordur.is
Umsóknarfrestur er til og með 9. febrúar 2023
Samkvæmt jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru öll kyn hvött til að sækja um starfið.
Umsóknarfrestur frá: 27.01.2023
Skemmtilegt starf með skemmtilegasta fólkinu.
Hraunvallaleikskóla vantar deildarstjóra til starfa í fullt starf.
Hraunvallaleikskóli er nú sex deilda leikskóli staðsettur á völlunum í Hafnarfirði þar sem stutt er í ósnortna náttúru. Leikskólinn vinnur eftir hugmyndafræði John Dewey og einkennist leikskólastarfið af fjölmenningu þar sem m.a. er virðing borin fyrir einstaklingnum, menningu og uppruna hans og allir hafa sama tækifæri til náms. Leikskólinn starfar eftir hugmyndafræði um snemmtæka íhlutun. Mjög gott samstarf er við Hraunvallaskóla en leikskólinn er í sama húsnæði og grunnskólinn. Gildi leikskólans eru vinátta, samvinna og ábyrgð sem endurspegla allt starf leikskólans.
Ráðið verður í starfið eftir samkomulagi.
Upplýsingar um starfið veitir Guðbjörg leikskólastjóri gudbjorgh@hraunvallaskoli.is eða í síma 6645844.
Umsóknarfrestur framlengdur til og með 10. febrúar 2023.
Umsóknarfrestur frá: 29.01.2023
Skarðshlíðarleikskóli auglýsir eftir metnaðarfullum kennurum til starfa.
Skarðshlíðarleikskóli er nýlegur fjögurra deilda leikskóli sem uppfyllir nútímakröfur leikskólastarfs, staðsettur að Hádegisskarði 1. Stefna skólans tekur mið af fjölgreindakenningu Howards Gardners og uppeldi til ábyrgðar. Hugmyndafræðilegur grunnur skólans tekur mið af lærdómssamfélagi (e. Professional Learning Community) þar sem allir læra saman og áhersla lögð á virka þátttöku við að þróa öflugt skólastarf. Við leggjum áherslu á lýðræði, frumkvæði og lífsgleði í daglegum samskiptum og að auka leikni og færni barnanna í gegnum leikinn.
Þar sem þetta er nýlegur skóli færð þú gullið tækifæri til að taka þátt í að móta námskrá leikskólans, búa til hefðir og taka þátt spennandi og fjölbreyttu samstarfi við grunnskóla, tónlistarskóla, íþróttahús og bókasafn, því við verðum öll í sömu byggingunni. Við leggjum áherslu á að skapa góðan starfsanda þar sem allir fá að njóta sín og leggja sitt af mörkum.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Berglind Kristjánsdóttir leikskólastjóri, berglindkrist@hafnarfjordur.is eða í síma 527 7380
Umsóknarfrestur er til 13. febrúar 2023
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við KÍ v/ Félags leikskólakennara.
Tengiliður: sigthrudur@hafnarfjordur.is
Leikskólinn Hörðuvellir auglýsir eftir leikskólakennurum í 100% starf. Fáist ekki starfsmenn með leyfisbréf til kennslu, kemur til greina að ráða háskólamenntaða einstaklinga eða einstaklinga með reynslu af starfi með börnum, sbr. lög nr. 95/2019. Við hvetjum áhugasama til að sækja um.
Leikskólinn er fjögurra deilda með 70 börn. Hörðuvellir eru á fallegum útsýnisstað við lækinn.
Umsóknarfrestur til 13. febrúar 2023