Þroskaþjálfi – Leikskólinn Víðivellir

Sækja um starf

Umsóknarfrestur frá: 01.12.2022

Umsóknarfrestur til: 15.12.2022

Tengiliður: Svanhildur Birkisdóttir

Leikskólinn Víðivellir auglýsir eftir drífandi og kraftmiklum þroskaþjálfa í fullt starf.

Ef ekki fæst einstaklingur með viðkomandi menntun kemur til greina að ráða starfsfólk með aðra menntun og reynslu.

Leikskólinn Víðivellir er fyrsti leikskólinn sem Hafnarfjarðarbær byggir og rekur. Leikskólinn tók til starfa 28. febrúar 1977. Víðivellir er fjögurra deilda leikskóli. Í upphafi var ein af deildunum sérdeild fyrir fötluð börn en árið 1993 var hún lögð niður þegar skóli án aðgreiningar var tekið upp og áhersla á blöndun fatlaðra og ófatlaðra barna. Hjá okkur eru um 100 börn með breytilega dvalartíma.

Hjá okkur starfar áhugasamt og skemmtilegt fólk, leikskólakennarar, þroskaþjálfar, starfsmenn með aðra háskólamenntun og leikskólaliðar. Lögð er sérstök áhersla á öfluga stoðþjónustu við nemendur með sérþarfir. Við erum í nánu samstarfi við sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa, talmeinafræðinga og aðra sérfræðinga. Við leggjum mikið upp úr því að hvert barn fái að njóta sín sem einstaklingur og við notum tækifæri hvers dags til að kenna börnunum á allar hliðar daglegs lífs. 

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Vinnur að uppeldi og menntun barns/barna með sérþarfir þar með talið að skipuleggja sérkennslu viðkomandi í samvinnu við sérkennslustjóra og deildastjóra.
 • Gerir skriflegar einstaklingsnámskrár fyrir það barn/börn sem hann er með í stuðning
 • Vinnur í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn þess barns/barna sem hann er með í stuðning
 • Er leiðbeinandi fyrir annað starfsfólk varðandi stuðning við nemendur með sérþarfir
 • Vinna samkvæmt stefnu skólans
 • Önnur verkefni sem sérkennslustjóri og eða yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun á sviði þroskaþjálfunar og starfsleyfi sem slíkur
 • Reynsla af sambærilegum störfum æskileg
 • Reynsla af teymisvinnu æskileg
 • Færni í samskiptum og samstarfshæfni
 • Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður
 • Góð íslenskukunnátta

Fríðindi í starfi

 • Menningarkort – bókasafnskort
 • Sundkort
 • Afsláttur af leikskólagjöldum
 • Heilsuræktarstyrkur

Skilyrði er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.

Nánari upplýsingar um starfið veita Svanhildur Birkisdóttir leikskólastjóri, svanhildurbi@hafnarfjordur.is og Eyrún Edvardsdóttir aðstoðarleikskólastjóri, eyrune@hafnarfjordur.is eða í síma 555-3599.

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Þroskaþjálfafélag Íslands.

Umsóknarfrestur er framlengdur til og með 15.desember 2022

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Önnur störf