Umsjónarmaður Vinnuskólans – sumarstarf 2023

Sækja um starf

Umsóknarfrestur frá: 23.01.2023

Umsóknarfrestur til: 06.02.2023

Tengiliður: Tinna Dahl Christiansen

Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsjónarmanni Vinnuskólans fyrir sumarið 2023.

Um er að ræða tímabundna ráðningu til 4-6 mánaða, eftir samkomulagi.

Starfið felur í sér rekstur og stjórnun Vinnuskóla Hafnarfjarðarbæjar þar sem starfa yfir sumarið um 1000 nemendur, 14-17 ára ásamt flokkstjórum, viðhaldshópum og garðyrkjuhópum. Meðal verkefna sem falla undir starfið er t.d. utanumhald um fjölskyldugarðana.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Framfylgir verkefnum sem áætlanir Vinnuskóla og garðyrkjustjóra byggja á
 • Skipuleggur sumarstarf í samstarfi við garðyrkjustjóra
 • Tryggja að rekstur Vinnuskólans sé innan fjárheimilda
 • Hefur umsjón með ráðningamálum sumarstarfa
 • Veitir faglega forystu og stuðlar að samstarfi allra aðila sem tengjast sumarstörfunum
 • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni

 Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Stúdentsprófs og/eða sveinsprófs skilyrði, t.d. á sviði garðyrkju
 • Reynsla af stjórnunarstarfi/verkefnastjórnun æskileg
 • Reynsla af störfum í umhverfis- eða garðyrkjuverkefnum er kostur
 • Reynsla af vinnu með ungu fólki kostur
 • Skipulögð vinnubrögð, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
 • Jákvætt viðmót og góð hæfni í mannlegum samskiptum
 • Íslenskukunnátta skilyrði
 • Mjög góð tölvukunnátta

Gerð er krafa um að viðkomandi sé með hreint sakavottorð og geti framvísað því áður en til ráðningar kemur, auk þess sem viðkomandi þarf að vera með bílpróf.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Tinna Dahl Christiansen, rekstrarstjóri, á netfanginu tinnadahl@hafnarfjordur.is

Umsóknarfrestur er til og með 6. febrúar 2023.

Ferilskrá fylgi umsókn og prófskírteini.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélagi Hafnarfjarðar.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Önnur störf