Vélstjóri – Hafnarfjarðarhöfn

Sækja um starf

Umsóknarfrestur frá: 05.03.2025

Umsóknarfrestur til: 20.03.2025

Tengiliður: Lúðvík Geirsson

Hafnarfjarðarhöfn óskar eftir að ráða vélstjóra í fullt starf.

Hafnarfjarðarhöfn er með starfsemi bæði í Hafnarfirði og Straumsvík. Daglegur vinnutími er frá 07.30 – 16.00 virka daga,  auk þess sem unnið er á kvöld- og helgarvöktum.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Starfið felst aðallega í vélstjórn og viðhaldverkefnum á dráttarbátum Hafnarfjarðarhafnar
  • Önnur almenn viðhaldsverkefni
  • Móttaka og afgreiðsla skipa – landtengingar
  • Tilfallandi störf  við hafnarvörslu s.s. vigtun á bílvog og pallvogum
  • Önnur tilfallandi verkefni samkvæmt starfslýsingu

Menntunar- og hæfniskilyrði:

  • Vélstjóramenntun. Ótakmörkuð vélstjórnarréttindi D
  • Námskeið frá Slysvarnarskóla sjómanna
  • Reynsla af störfum við vélstjórn á fiskiskipum/farmskipum
  • Almenn ökuréttindi skilyrði og meirapróf æskilegt
  • Góð íslensku og enskukunnátta
  • Tölvukunnátta
  • Góð samskipta- og samstarfshæfni og þjónustulund
  • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfni.

Gerð er krafa að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.

Launakjör  eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Nánari uplýsingar um starfið veitir Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri í síma 414-2300.

Umsóknarfrestur um starfið er til og með 20. mars 2025  

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Önnur störf