Verkamaður við innleiðingu á nýju sorpflokkunarkerfi

Sækja um starf

Umsóknarfrestur frá: 25.05.2023

Umsóknarfrestur til: 01.06.2023

Tengiliður: Ragna Hlín Sævarsdóttir

Hafnarfjarðarbær auglýsir laust til umsókna störf verkamanna vegna innleiðingu nýs sorpflokkunarkerfis

Um er að ræða tímabundna ráðningu frá 8. maí til 4. ágúst í 100% starf sem unnið er í dagvinnu frá kl. 08:00 til 16:00 alla virka daga. Starfið felst í samsetningu, merkingu, dreifingu, endurmerkingu og talningu sorpíláta á hverju heimili bæjarins. Í flokknum starfa 10 starfsmenn.

Næsti yfirmaður er verkefnastjóri innleiðingar nýs sorpflokkunarkerfis.

Unnið yrði á og út frá starfsstöð Umhverfis- og skipulagssviðs að Norðurhellu 2 og er líkamleg úti- og innivinna.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Samsetning og merking sorpíláta
 • Dreifing sorpíláta
 • Endurmerking sorpíláta
 • Talning sorpíláta
 • Útkeyrsla sorpíláta
 • Önnur verkefni sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Reynsla af sambærilegum störfum kostur
 • Stundvísi, skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
 • Samstarfs- og samskiptafærni
 • Líkamlega fær um að sinna þeim verkefnum sem starfið felur í sér
 • Bílpróf er kostur

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ragna Hlín Sævarsdóttir, verkefnastjóri innleiðingar nýs sorpflokkunarkerfis á netfanginu ragna@hafnarfjordur.is eða í síma 585 5500.

Umsóknarfrestur er til og með 1. júní 2023

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Önnur störf