Verkefnastjóri á sviði skipulagsmála – Embætti skipulagsfulltrúa

Sækja um starf

Umsóknarfrestur frá: 14.03.2023

Umsóknarfrestur til: 03.04.2023

Tengiliður: Sigurður Haraldsson

Laus er til umsóknar staða verkefnastjóra á sviði skipulagsmála hjá embætti skipulagsfulltrúa Hafnarfjarðarbæjar. Verkefnastjóri starfar með skipulagsfulltrúa við alla almenna meðferð skipulagsmála samkvæmt skipulagslögum. Um er að ræða 100% starf.

Embætti skipulagsfulltrúa heyrir undir umhverfis- og skipulagssvið með aðsetur að Norðurhellu 2.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Vinnsla deiliskipulagsverkefna, hvað varðar nýtingu, landnotkun og skilmála. Ný svæði og breytingar. Vinnsla aðalskipulagbreytinga minni svæða
  • Eftirlit með deiliskipulagsvinnu verktaka
  • Umsagnir um skipulags- og byggingarerindi, hönnun, samkeppnir o.fl.
  • Kynning erinda nefndum- og ráðum bæjarins
  • Kynning/umsjón með kynningu á skipulagstillögum á almennum kynningarfundum
  • Aðstoð við grenndarkynningar og auglýsingar um skipulag
  • Samskipti við lögformlega aðila, s.s. Skipulagsstofnun, Náttúruvernd ríkisins, Minjastofnun Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála og umhverfisráðuneytið
  • Viðtöl, leiðbeiningar og samskipti við íbúa
  • Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Meistaragráða í arkitektúr, landslagsarkitektúr eða skipulagsfræði og starfsréttindi
  • Reynsla á sviði skipulagsmála og byggingarmála
  • Þekking á lagaumhverfi málaflokksins æskileg
  • Reynsla af stjórnsýslu og lagaumhverfi sveitarfélaga æskileg
  • Kunnátta á hönnunarforrit æskileg
  • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfni
  • Mjög góð samskiptahæfni, samstarfshæfileikar og þjónustulund
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Geta til að vinna undir álagi

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við BHM.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurður Haraldsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs í síma 585-5500 eða í gegnum tölvupóst: siggih@hafnarfjordur.is

Umsóknarfrestur er til og með 3. apríl 2023.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

 

Önnur störf