Verkstjóri á skrifstofu Vinnuskólans

Sækja um starf

Umsóknarfrestur frá: 06.02.2024

Umsóknarfrestur til: 03.03.2024

Tengiliður: Tinna Dahl Christiansen

Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir tveimur starfsmönnum á skrifstofu Vinnuskóla Hafnarfjarðar í sumarstarf. Hjá okkur er mikið að gera á vorin og sumrin og því þurfum við að fá til liðs við okkur drífandi einstaklinga til að sinna skrifstofustarfi tímabundið í sumar.

Í boði er fjölbreytt starf fyrir einstakling sem eru vel skipulagður og úrræðagóður.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Tímaskráningar
  • Skráning í ráðningarkerfi
  • Almenn skrifstofustörf
  • Símsvörun    
  • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni

 Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Reynsla af skrifstofustörfum kostur
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Góð hæfni í samskiptum
  • Hröð og nákvæm vinnubrögð
  • Mjög góð tölvukunnátta

Gerð er krafa um að viðkomandi sé með hreint sakavottorð og geti framvísað því áður en til ráðningar kemur.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Tinna Dahl Christiansen, rekstrarstjóri, á netfanginu tinnadahl@hafnarfjordur.is 

Umsóknarfrestur er til og með 3. mars 2024.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Hafnarfjarðar.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins

Önnur störf