Verkstjóri í Vinnuskóla

Sækja um starf

Umsóknarfrestur frá: 06.02.2024

Umsóknarfrestur til: 03.03.2024

Tengiliður: Tinna Dahl Christiansen

Hafnarfjarðarbær auglýsir laus til umsókna störf verkstjóra í Vinnuskóla Hafnarfjarðar sumarið 2024

Umsækjendur skulu vera 21 árs eða eldri.

Um er að ræða tímabundna ráðningu í sumar, en um er að ræða 2-4 mánaða sumarstarf frá maí/júní til júlí/ágúst.

Næsti yfirmaður er umsjónarmaður Vinnuskólans, en starfað er í nánu samstarfi við garðyrkjustjóra. Verkefni Vinnuskólans eru fjölmörg en meginþorri vinnuhópa vinna að umhirðu bæjarins og tiltekt.

í Vinnuskólanum starfa um 30 flokkstjórar og um 1000 börn á aldrinum 14-17 ára á sumrin.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Skipulagning vinnu
  • Almennt utanumhald og stuðningur við störf flokkstjóra Vinnuskólans
  • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni

Hæfniskröfur:

  • Reynsla af sambærilegu starfi kostur
  • Reynsla af starfi með börnum og unglingum
  • Þekking á verkstjórn og garðyrkjustörfum kostur
  • Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Almenn tölvukunnátta

Eftirfarandi störf eru í boði í sumar:

Verkstjóri vinnuskóla

Auglýst er eftir verkstjórum til sumarstarfa við verkstjórn almennra hópa Vinnuskólans. Starfstímabilið er allt sumarið frá miðjum maí fram í ágúst. Um er að ræða útistörf. Skólahverfum bæjarins er skipt í tvennt og ber verkstjóri ábyrgð á öðrum helmingnum. Verkstjóri stýrir og leiðbeinir verkefnum flokkstjóra á verkstað og gerir vinnuskýrslur fyrir flokkstjóra.

Verkstjóri slátturhóps

Auglýst er eftir verkstjóra til sumarstarfa við verkstjórn slátturhóps Vinnuskólans. Starfstímabilið er allt sumarið frá miðjum maí fram í ágúst. Um er að ræða útistarf. Verkstjóri bera ábyrgð á sínum slátturhóp, stýrir verkefnum á verkstað, gerir vinnuskýrslur fyrir hópinn og hefur umsjón með vélum og búnaði sláttuhópa.

Verkstjóri viðhaldshóps

Auglýst er eftir verkstjóra til sumarstarfa við verkstjórn viðhaldshóps Vinnuskólans. Starfstímabilið er allt sumarið frá miðjum maí fram í ágúst. Um er að ræða útistarf. Verkstjóri bera ábyrgð á sínum hóp, stýrir verkefnum á verkstað og gerir vinnuskýrslur fyrir hópinn.

Verkstjóri blómahóps

Auglýst er eftir verkstjóra til sumarstarfa við verkstjórn blómahóps Vinnuskólans. Starfstímabilið er allt sumarið frá miðjum maí fram í ágúst. Um er að ræða útistarf. Verkstjóri ber ábyrgð á sínum hóp, stýrir verkefnum á verkstað og gerir vinnuskýrslur fyrir hópinn.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Verkalýðsfélagið Hlíf.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Tinna Dahl Christiansen, rekstrarstjóri, á netfanginu tinnadahl@hafnarfjordur.is

Umsóknarfrestur er til og með 3. mars nk.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Önnur störf