Leikskólar

Leikskólinn er fyrsta skólastigið. Þar er hlúð að börnum með skapandi og hvetjandi starfi.

Leikskólar

Flutningur milli leikskóla

Sækja um flutning

Flutningur innan bæjarins

Þú sækir um flutning milli leikskóla í Hafnarfirði í Völu. Umsóknir verða að berast fyrir 1. febrúar á hverju ári. Flutningsbeiðnir eru afgreiddar áður en aðalinnritun fer fram. 

Aðlögun í nýjan leikskóla á sér stað eftir aðstæðum í hverjum leikskóla fyrir sig, algengast er að þær fari fram eftir sumarlokun leikskóla.

Flutningur á milli sveitarfélaga 

Það er ætlast til að leikskólabörn séu í leikskóla í sveitarfélaginu þar sem þau eiga lögheimili. Börn sem flytjast á milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu geta dvalið áfram í gamla leikskólanum í allt að 6 mánuði frá flutningi lögheimilis ef þau eru á biðlista eftir leikskóla í nýja sveitarfélaginu. Búast má við að leikskóladvöl hefjist þar innan sex til tólf mánaða.

Sótt er um framlengingu á leikskóladvöl hjá leikskólastjóra í þeim leikskóla sem barnið dvelur í. Það þarf að fá samþykki sveitarfélags sem flutt er úr. 

Börn sem flytjast til Hafnarfjarðar fyrir innritunaraldur í Hafnarfirði og eru í leikskóla eða ungbarnaleikskóla í öðru sveitarfélagi fá niðurgreiðslu sem nemur niðurgreiðslu dagforeldris þar til innritunaraldri er náð.