Leikskólar

Leikskólinn er fyrsta skólastigið. Þar er hlúð að börnum með skapandi og hvetjandi starfi.

Leikskólar

Leikskólagjöld

Sjá alla gjaldskrá

Leikskólagjöld eru innheimt samkvæmt gjaldskrá. Þú getur reiknað út kostnað við leikskóladvöl með reiknivélinni hér fyrir neðan.

Afsláttur í boði

  • Systkinaafsláttur fæst þegar systkini sem eru samtímis hjá dagforeldri, í leikskóla eða í frístund. Annað barn fær 75% afslátt og þriðja 100% afslátt.
  • Tekjutengdur afsláttur. Foreldrar geta sótt um tekjutengdan afslátt á Mínum síðum sem er 50% annars vegar og 75% hins vegar. Afsláttur er eingöngu veittur af almennu dvalargjaldi. Sjá tekjuviðmið í gjaldskrá.
  • Afsláttur vegna andláts maka eða skyndilegrar örorku. Foreldri getur sótt um 75% afslátt (sami og neðri tekjuviðmið) í eitt ár. 

Afslátturinn er af dvalargjaldi, ekki af mat (morgunhressingu, hádegismat og síðdegishressingu). Annað hvort er veittur systkinaafsláttur eða tekjutengdur afsláttur, aldrei báðir í einu.

Afsláttur er ekki veittur af fæði (morgunhressingu, hádegismat og síðdegishressingu).

Reiknaðu dæmið

Hvað kostar að vera með barn á
leikskóla í klukkustundir á dag?

Reikna Endurreikna
Dvalargjald kr.
Fæðisgjald kr.
Samtals kr./mán.

Hámarksfjöldi viðveruklukkustunda er 8. Eingöngu er um áætlun að ræða miðað við þær forsendur sem slegnar eru inn.