🎉 NÝSKÖPUNARSETRIÐ – GAMLI LÆKJARSKÓLI
🕝 13:30–16:30

Prófaðu kajak á læknum fyrir framan húsið – í boði Siglingaklúbbsins Þyts! Eða bogfimi með Hróa Hetti 🏹🧝‍♂️

Þátttakendur í Skapandi sumarstörfum verða á svæðinu!

🎨 Mirra Hjartardóttir vinnur að hönnun og þróun tilfinningaspils fyrir börn. Markmið hennar er að stuðla að opnari umræðu barna um tilfinningar með aðstoð myndlistarverka sem hún hefur sjálf skapað. Mirra verður til staðar í Nýsköpunarsetrinu kl. 13-16, þar sem gestir fá tækifæri til að kynna sér verkefnið og eiga samtal við listakonuna sjálfa.

🎻  Tómas Vigur Magnússon mun í sumar leiða námskeiðið Fiðlugleði fyrir fiðlunemendur á aldrinum 7–16 ára í Hafnarfirði. Gestum Nýsköpunarsetursins gefst kærkomið tækifæri til að hlýða á Tómas flytja tónlist í Kubbinum á milli klukkan 15:00–16:30.

🧚‍♀️ Kristín Birta Bjarkadóttir er búningahönnuður sem dregur innblástur sinn þetta sumar úr þjóðsögum og sögnum um álfa. Hún vinnur að hönnun búninga sem endurspegla töfraheim þessara verka. Gestir geta heimsótt Birtu og kynnt sér sköpunarferlið í Nýsköpunarsetrinu á milli klukkan 13:00–16:00.

🎧 Una Mist og Kristijonas Groblys mynda listamannadúó sem vinnur að tónlistarverkefni þar sem þau safna efniviði úr nærumhverfi Hafnarfjarðar. Úr honum smíða þau eigin hljóðfæri og skapa draumkennda tónlist. Þau verða staðsett í Ritsmiðjunni í Nýsköpunarsetrinu frá klukkan 13:00–16:00, þar sem gestir geta skoðað gagnvirkt innsetningarverk þeirra.

👾 13:30–15:30 – 501st Herdeildin
Beint úr fjarlægri vetrarbraut! 🌌 Meðlimir úr alþjóðlegu búningasamtökunum 501st Herdeildin mæta á svæðið í glæsilegum Stjörnustríðsbúningum. Sjáðu Svarthöfða sjálfan 🖤⚔️ og fylgisveina hans – fullkomið tækifæri til að smella minnisstæðri mynd 📸!

🚴‍♂️ 15:30–16:00 – BMX Brós
Þeir snúa aftur – og þeir slá alltaf í gegn! 💥 BMX Brós sýna listir sínar á hjólum í mögnuðum sprettum, stökkum og æsispennandi atriðum. Hjólasýning sem gleður alla aldurshópa 🤩🙌

Ábendingagátt