Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Miðvikudaginn 12. nóvember kl. 17-19, við lok sýningarinnar Eldingar, bjóðum við gestum í heimsókn að hitta listamanninn sjálfan, Þóri Gunnarsson, sem einnig er þekktur undir listamannsnafninu Listapúkinn. Þórir, sem er listamanneskja Listar án landamæra 2025, verður á staðnum á einkasýningu sinni í Hafnarborg með efni til listsköpunar og býður upp á lifandi gjörning þar sem hann teiknar gesti og gangandi á sinn einstaka og skapandi hátt. Þannig verður til lifandi samtal milli listamanns, verks og áhorfanda, þar sem línurnar spretta beint upp úr augnablikinu.
Á sýningunni leiðir Þórir Gunnarsson, sem gengur einnig undir listamannsnafninu Listapúkinn, gesti inn í myndheim sem er jafnt persónulegur og býr yfir mikilli leikgleði. Þórir sækir innblástur hvaðanæva úr nærumhverfi sínu – svo sem úr strætó- og hlaupaferðum eða náttúrunni – og áhugi hans á mannlífi og íþróttum endurspeglast í krafti verkanna. Þá vinnur hann einkum með teikningu og vatnsliti og í verkunum renna saman athugun og upplifun þar sem lag eftir lag af efni og hugmyndum skapar nýjan veruleika.
Á þessum lokaviðburði munu gestir einnig fá tækifæri til að eiga spjall við Þóri um listsköpun hans, ferlið að baki verkunum og hvað það er sem kveikir neistann í sköpun hans. Þá er þetta kjörin stund til að skyggnast dýpra inn í heim sýningarinnar og kynnast listamanninum og sköpunarferli hans. Boðið verður upp á kaffi og kleinur og lofum við hlýlegri og skapandi stemningu.
Aðgangur ókeypis – sjáumst í Hafnarborg.
Sunnudaginn 7. desember kl. 14 mun Una Björg Magnúsdóttir, myndlistarmaður, taka á móti gestum og fjalla um einkasýningu sína, Fyllingu, ásamt Þórdísi…