FYRRI VINNUSTOFA – MIÐÆR OG ÍBÚÐABYGGÐ

Í tengslum við endurskoðun aðalskipulags Hafnarfjarðar verða haldnar vinnustofur í Hafnarborg þar sem ráðgjafateymi mun kynna eftirfarandi skipulagsverkefni og leiða fundina:

13. nóvember – miðbær og íbúðabyggð
17. nóvember – upplandið og Krýsuvík

Vinnustofurnar byrja kl. 17 og má gera ráð fyrir að þær verði 1,5 klst. Gengið er inn frá Strandgötu.

Vakin er athygli á því að tillaga á vinnslustigi er í kynningu til 24.11. 2025 og má nálgast hana á skipulagsgatt.is.

Ábendingagátt