Tökum höndum saman fyrir fjölbreytileikann! 🌈

 

Ertu ung/ur/t, kraftmikil/l/t og með hjarta fyrir réttindabaráttu hinsegin fólks? Þá viljum við heyra í þér! Hafnarfjarðarbær tekur virkan þátt í Reykjavík Pride laugardaginn 9. ágúst og stendur með öllu hinsegin samfélaginu – og nú leitum við að þér sem vilt ganga með okkur, fagna fjölbreytileikanum og sýna litina með stolti!

 

Við ætlum að hittast í Nýsköpunarsetri Hafnarfjarðar þriðjudaginn 8. júlí kl. 16:00 til að brainstorma hugmyndir og skipuleggja hvernig við gerum okkar þátttöku sem eftirminnilegasta – bæði fyrir okkur sjálf og bæinn okkar.

👕 Eigum við að merkja boli?
🚚 Fá pallbíl og skreyta hann saman?
💡 Eitthvað allt annað og enn þá flottara?

 

Hugmyndir þínar skipta máli.

Hvetjum öll til að koma og taka þátt, gerum þetta saman – með gleði, litadýrð og stolti! 🌟

 

Ábendingagátt