Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Þriðjudaginn 4. nóvember kl. 12 bjóðum við ykkur velkomin á næstu hádegistónleika í Hafnarborg en þá verður barítóninn Aron Axel Cortes gestur Antoníu Hevesi, píanóleikara og listræns stjórnanda tónleikaraðarinnar. Á efnisskrá tónleikanna, sem bera yfirskriftina „Ást sem klikkar“, verða aríur úr óperum eftir Mozart, Donizetti, Wagner og Gounod.
Aron Axel Cortes, barítón, hóf söngnám við Söngskólann í Reykjavík þar sem hann nam bæði söng og kórstjórn og útskrifaðist árið 2009. Samhliða því stundaði hann nám í píanó og tónsmíðum við Tónlistarskólann í Reykjavík. Árið 2009 hóf hann nám við Mozarteum, fyrst hjá Mörthu Sharp og síðan árið 2014 hjá Boris Bakow og Therese Lindquist, þaðan sem hann lauk meistaragráðu í ljóðum og óratóríu árið 2016. Þá hafði hann áður lokið meistaragráðu í óperu frá háskólanum árið 2014. Eftir útskrift hefur Aron Axel síðan sótt einkatíma hjá Helene Karusso í Vínarborg. Hann hefur einnig sótt meistaranámskeið hjá Kiri Te Kanawa, Kristni Sigmundssyni, Richard Stokes og Clary Taylor. Meðal óperuhlutverka sem Aron hefur leikið á sviði má nefna Don Giovanni úr samnefndri óperu Mozarts sem og greifann úr Brúðkaupi Fígarós, Escamillo úr Carmen eftir Bizet og Marcello úr La bohème eftir Puccini.
Antonía Hevesi, píanóleikari, hefur frá upphafi verið listrænn stjórnandi hádegistónleika í Hafnarborg, þar sem hún hefur fengið marga af fremstu söngvurum landsins til liðs við sig. Hádegistónleikar eru að venju á dagskrá Hafnarborgar fyrsta þriðjudag hvers mánaðar yfir vetrartímann.
Tónleikarnir hefjast kl. 12 og standa yfir í um hálfa klukkustund. Húsið opnar kl. 11:30 og tónleikarnir eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir. Aðgangur ókeypis.
Sunnudaginn 7. desember kl. 14 mun Una Björg Magnúsdóttir, myndlistarmaður, taka á móti gestum og fjalla um einkasýningu sína, Fyllingu, ásamt Þórdísi…