Heimsókn í reiðhöllina á Sörlaskeiði og gönguferð um svæði hestamanna þar sem líf og starfsemi félagsins er kynnt. Við fáum að skyggnast inn í daglegt líf hesta og hestamanna, skoðum félagshesthús og fáum innsýn í sögu og starf Sörla. Gangan hentar öllum sem hafa áhuga á hestum, sögu landbúnaðar og félagslífi Hafnarfjarðar.

📍 Gengið frá: Reiðhöll Sörla
🐴 Nálægð við dýrin og áhugaverð menningarsaga.

Hafnarfjarðarbær býður upp á menningar- og heilsugöngur öll miðvikudagskvöld í sumar. Flestar göngurnar taka um klukkustund og hefjast kl. 20, nema annað sé tekið fram. Menningar- og heilsugöngur eru samstarfsverkefni Hafnarborgar, Byggðasafns Hafnarfjarðar, Bókasafns Hafnarfjarðar og Heilsubæjarins Hafnarfjarðar. Þátttaka er ókeypis og öll velkomin.

Ábendingagátt