Upplifðu einstakt listaverk Hreins Friðfinnssonar, Þriðja hús, með nýjum augum í skapandi ferð undir leiðsögn myndlistarmannsins Styrmis Arnar Guðmundssonar. Gangan leiðir okkur eftir gamla Keflavíkurveginum gegnum hraunið að Smalaskálakeri, þar sem listaverk Hreins, Þriðja hús, hefur staðið síðan 2011. Meðvitund og sköpun eru í fyrirrúmi – upplifun sem hentar bæði listáhugafólki og þeim sem vilja sjá heiminn frá öðru sjónarhorni.

📍 Gengið frá: Bílastæði við Straumsvík (sjá hér)
🔮 Óvenjuleg og hugvekjandi ganga – taktu þátt í listinni sjálfur!

Hafnarfjarðarbær býður upp á menningar- og heilsugöngur öll miðvikudagskvöld í sumar. Flestar göngurnar taka um klukkustund og hefjast kl. 20, nema annað sé tekið fram. Menningar- og heilsugöngur eru samstarfsverkefni Hafnarborgar, Byggðasafns Hafnarfjarðar, Bókasafns Hafnarfjarðar og Heilsubæjarins Hafnarfjarðar. Þátttaka er ókeypis og öll velkomin.

Ábendingagátt