Gangan hefst við bílastæðið suðvestan við Hvaleyrarvatn. Gengið er inn og austur með vatninu upp í skógræktarsvæðið í Höfðaskógi. Farið er upp á Húshöfða og skógarstígum fylgt eftir norðurhlíð Kjóadalshálsins áður en farið er upp á Selhöfða. Þaðan er haldið til baka að upphafsstað. 

Göngutími: 1,5-2,0 tímar

Fararstjórn: Jónatan Garðarsson

Sjá nánar á vefsíðu Ferðafélags Íslands.

Verið öll velkomin, þátttaka ókeypis.

Ábendingagátt