Kynning á markmiðum og áherslum

ATHUGIÐ – BREYTTUR FUNDARTÍMI 
Boðað er til íbúafundar miðvikudaginn 11. desember um fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2025 auk þriggja ára áætlunar fyrir árin 2026-2028. Á fundinum verður fjárhagsáætlun og markmið hennar kynnt ásamt helstu áherslum hennar. Íbúafundurinn fer fram í Apótekinu í Hafnarborg og hefst kl. 17:00. Tillaga að fjárhagsáætlun 2025 var lögð fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar til fyrri umræðu miðvikudaginn 6. nóvember. Seinni umræða og afgreiðsla fjárhagsáætlunar í bæjarstjórn verður fimmtudaginn 12. desember 2024.
Vonir standa til þess að seinkun verði til þess að fleiri meldi sig til fundar.

Verið öll hjartanlega velkomin!

Ábendingagátt