Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Og þér er boðið!
Leikhópurinn Lotta er landsmönnum að góðu kunnur, en hópurinn hefur frá árinu 2007 ferðast með sýningar sínar um landið þvert og endilangt. Í sumar leggja þau land undir fót að vanda með frabæran söngleik að vanda, en sýning sumarsins verður Hrói Höttur.
Hrói Höttur er íslenskur söngleikur sem sýndur er utandyra, sýningin er klukkutími að lengd og stútfull af sprelli og fjöri fyrir allan aldur. Í sýningunni fá áhorfendur að kynnast Hróa Hetti og vinum hans Þöll og Þyrnirós sem berjast fyrir réttlæti í ævintýraskóginum. Sögurnar um Hróa og Þyrnirós skemmtilega saman, Jóhann prins og fógetinn láta að sjálfsögðu sjá sig og fáum við að kynnast fleiri skemmtilegum persónum úr ævintýraskóginum eins og Tomma litla, mömmu Hróa og álfkonum.
Hrói Höttur er sýning sem er hugsuð fyrir alla aldurshópa og eiga þar fullorðnir jafnt sem börn að geta skemmt sér saman. Þar sem sýningin er utandyra, í Hellisgerði, er um að gera að klæða sig eftir veðri, pakka smá nesti og hella vatni í brúsa, grípa með sér teppi til að sitja á og halda svo á vit ævintýranna í Ævintýraskóginum.
Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir Leikarar: Andrea Ösp Karlsdóttir, Anna Bergljót Thorarensen, Rósa Ásgeirsdóttir, Sigsteinn Sigurbergsson og Stefán Benedikt Vilhelmsson Leikskáld: Anna Bergljót Thorarensen Höfundar tónlistar: Baldur Ragnarsson, Björn Thorarensen, Rósa Ásgeirsdóttir, Þórður Gunnar Þorvaldsson, Stefán Benedikt Vilhelmsson, Andrea Ösp Karlsdóttir, Sumarliði V Snæland Ingimarsson Höfundar lagatexta: Sævar Sigurgeirsson Hljóðblöndun tónlistar: Axel „Flex“ Árnason Hljóðblöndun á sýningum: Þórður Gunnar Þorvaldsson Búningahönnun: Kristína R. Berman, Rósa Ásgeirsdóttir og leikhópurinn Danshöfundur: Ágústa Skúladóttir & leikhópurinn Leikmyndahönnun: Andrea Ösp Karlsdóttir og Sigsteinn Sigurbergsson Leikmunir: Leikhópurinn
Hvernig skömmtum við orku yfir hvern dag? Yfir hverja ævi? Hvaða mynd tekur þín orka? Finnurðu fyrir henni í brjósti…
Á þýsku þýðir Traum „draumur“ – staður fyrir ímyndunarafl, löngun og flótta frá veruleikanum. En í hverjum draumi býr möguleikinn…