Lúðrasveit Hafnarfjarðar blæs til hausttónleika í Víðistaðakirkju, Hafnarfirði, laugardaginn 22. nóvember kl. 14:00.

Á efnisskránni er mestanpart danstónlist að þessu sinni; bæði tangóar, tjútt, balletttónlist og þjóðdansar. Meðal annars verður leikinn Libertango eftir Astor Piazzolla, spænskur dans eftir Manuel de Falla og syrpa laga úr dans- og söngvamyndinni La la land. Einnig stígur slagverksdeildin fisléttan pússiklossaballett í lagi eftir Íslandsvininn Leroy Anderson.

 

Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Rúnar Óskarsson.

Almennt miðaverð er 2500 krónur, en aðgangur er ókeypis fyrir 16 ára og yngri. Miða má nálgast í forsölu hjá lúðrasveitarfélögum fram að tónleikadegi, en einnig verður miðasala við innganginn. Rétt er að benda á að ekki verður posi við innganginn.

 

Viðburður fyrir tónleikana á Facebook

 

Nánari upplýsingar um lúðrasveitina og starfsemi hennar eru á vefnum ludrasveit.is.

Ábendingagátt