Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Miðvikudaginn 9. júlí kl. 20 mun myndlistarmaðurinn Styrmir Örn Guðmundsson leiða göngu að fyrsta og þriðja húsinu eftir Hrein Friðfinnsson. Farið verður eftir gamla Keflavíkurveginum gegnum hraunið að Smalaskálakeri, þar sem listaverk Hreins, Þriðja hús, hefur staðið síðan 2011. Um húsið sjálft hafði listamaðurinn sjálfur þetta að segja:
„Fyrsta húsið stóð á hólnum dálítið gott með sig og yfirlýsingaglatt, en það sama er ekki að segja um þriðja húsið. Þó það sé titlað Þriðja hús vaknar strax spurningin: Er þetta hús? Það segist vera hús, en samt sem áður koma spurningar upp í hugann, enda er ekkert úti eða inni lengur. Þó það sé án útveggja og veiti ekkert skjól í hefðbundnum skilningi má vel vera að það veiti skjól fyrir einhverju öðru, sem er algerlega huglægt. Þarna er aðeins spurt spurninga, en ekki gefin yfirlýsing um að þetta þýði eitt eða annað (úr bókinni Fyrsta hús / Annað hús / Þriðja hús, 2012, Hafnarborg).“
Styrmir Örn starfaði um árabil sem aðstoðarmaður Hreins Friðfinnssonar og mun leitast við að veita innsýn í sköpunarferli listamannsins og merkingu verksins á meðan gengið er um landslagið þar sem það felur sig. Um er að ræða einstaka upplifun sem höfðar jafnt til listáhugafólks sem og þeirra sem vilja sjá landslag og list í nýju ljósi.
Gengið verður frá bílastæði við Straumsvík (sjá hér). Þá mælum við jafnvel með því að fólk sameinist í bíla fyrir gönguna, þar sem framkvæmdir eru í gangi á svæðinu. Reikna má með að gangan taki um eða yfir tvær klukkustundir.
Hafnarfjarðarbær býður upp á menningar- og heilsugöngur öll miðvikudagskvöld í sumar. Flestar göngurnar taka um klukkustund og hefjast kl. 20, nema annað sé tekið fram. Menningar- og heilsugöngur eru samstarfsverkefni Hafnarborgar, Byggðasafns Hafnarfjarðar, Bókasafns Hafnarfjarðar og Heilsubæjarins Hafnarfjarðar. Þátttaka er ókeypis og öll velkomin.
Sunnudaginn 17. ágúst kl. 14 mun Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur, leiða gesti um sýninguna Í sátt við efni og anda, sem stendur yfir í…