Fræðandi náttúru- og menningarganga þar sem við göngum frá Kaldárseli að Undirhlíðum, í gegnum fjölbreytt landslag. Jónatan Garðarsson segir frá sögu svæðisins, skógræktinni, selstöðum fyrri alda og eldgígum sem mótuðu landið. Þetta er ferð fyrir náttúruunnendur og þá sem vilja kynnast samspili manns og náttúru í gegnum tíðina.

📍 Gengið frá: Bílastæði við Kaldársel
🌲 Létt ganga, fallegt útsýni og fróðleikur við hvert fótmál.

Hafnarfjarðarbær býður upp á menningar- og heilsugöngur öll miðvikudagskvöld í sumar. Flestar göngurnar taka um klukkustund og hefjast kl. 20, nema annað sé tekið fram. Menningar- og heilsugöngur eru samstarfsverkefni Hafnarborgar, Byggðasafns Hafnarfjarðar, Bókasafns Hafnarfjarðar og Heilsubæjarins Hafnarfjarðar. Þátttaka er ókeypis og öll velkomin.

Ábendingagátt