Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Sunnudaginn 22. júní kl. 13 mun Sigrún Inga Hrólfsdóttir, sýningarstjóri, leiða gesti um sýninguna Óð til lita, sem stendur yfir í Hafnarborg í sumar, þar sem sýnd eru síðari verk Sveins Björnssonar sem unnin eru af mikilli innlifun og litagleði. Þá er sýningin sett upp í tilefni af því að listamaðurinn hefði fagnað 100 ára afmæli í ár, hefði honum enst aldur.
Sveinn Björnsson (1925-1997) var afkastamikill myndlistarmaður sem var lengst af búsettur í Hafnarfirði. Sveinn vann einkum með málverk en gerði einnig teikningar, klippimyndir og keramikverk. Verkin á sýningunni eru öll frá síðasta tímabili hans þegar hann helgaði sig alfarið abstrakt olíumálverki, þar sem liturinn varð honum bæði yrkisefni og innblástur.
Hér birtist samspil tærra og sterka lita í þróttmiklum strokum, þar sem litir blandast hver öðrum og mynda nýja tóna. Þá hafði Sveinn sterka tengingu við náttúruna og vinnustofa hans í Krýsuvík varð honum helgistaður, þar sem litir lands og himins urðu að uppsprettu og innblæstri. Sveinn var menntaður við Konunglegu akademíuna í Kaupmannahöfn og verk hans hafa verið sýnd víða, meðal annars hérlendis og í Danmörku. Þá prýða verk hans opinberar byggingar, þar á meðal stórt mósaíkverk í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði.
Aðgangur ókeypis – verið öll velkomin.
Sunnudaginn 17. ágúst kl. 14 mun Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur, leiða gesti um sýninguna Í sátt við efni og anda, sem stendur yfir í…