Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Sönghátíð í Hafnarborg verður haldin í níunda sinn dagana 14.–29. júní 2025. Hátíðin er helguð klassískri tónlist, ljóða-, óperu- og kórsöng en þema Sönghátíðar í ár er „Eina sumarnótt“. Þá er markmið hátíðarinnar að heiðra klassíska söngtónlist og auka almenna þekkingu á list raddarinnar með tónleikum og námskeiðahaldi.
Á Sönghátíð í Hafnarborg í ár verður boðið upp á átta tónleika með framúrskarandi söngvurum og hljóðfæraleikurum, auk námskeiða fyrir börn og fullorðna, leika sem lærða. Stofnendur og stjórnendur Sönghátíðar eru Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, mezzósópran, og Francisco Javier Jáuregui, gítarleikari.
Laugardaginn 14. júní kl. 17 Tíminn og vatnið Rannveig Káradóttir, sópran Peter Aisher, tenór Hrönn Þráinsdóttir, píanóleikari
Sunnudaginn 15. júní kl. 17 Það var eitt kvöld Mótettukórinn Stefan Sand, stjórnandi
Laugardaginn 21. júní kl. 17 Íslensk einsöngslög í minningu Jónasar Ingimundarsonar Kristinn Sigmundsson, bassi Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, sópran Auður Gunnarsdóttir, sópran Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, mezzósópran Hrönn Þráinsdóttir, píanóleikari Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanóleikari Francisco Javier Jáuregui, gítarleikari
Sunnudagur 22. júní kl. 17 Draumar úr norðri Jóna G. Kolbrúnardóttir, sópran Kristín Sveinsdóttir, mezzósópran Unnsteinn Árnason, bassi Eva Þyri Hilmarsdóttir, píanóleikari
Fimmtudaginn 26. júní kl. 20 Master class tónleikar Nemendur Kristins Sigmundssonar á master class námskeiði syngja sönglög og aríur Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanó
Föstudaginn 27. júní kl. 17 Fjölskyldutónleikar (ókeypis aðgangur) Hanna Ágústa Olgeirsdóttir, sópran Sigríður Ásta Olgeirsdóttir, sópran
Laugardaginn 28. júní kl. 17 One’s for Sorrow, Two’s for Joy Trio Trëi frá Basel: Maria Miribung, söngkona og sellóleikari Gizem Şimşek, söngkona Abélia Nordmann, söngkona
Sunnudaginn 29. júní kl. 17 Óperugala Bryndís Guðjónsdóttir, sópran Eggert Reginn Kjartansson, tenór Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, mezzósópran Jóhann Kristinsson, baritón Elena Postumi, píanóleikari
Nánari upplýsingar um Sönghátíð í Hafnarborg, dagskrá, námskeið og flytjendur, má finna á heimasíðu hátíðarinnar, www.songhatid.is. Þá fer miðasala fram í gegnum www.tix.is. Hátíðin nýtur stuðnings Hafnarfjarðarbæjar og Tónlistarsjóðs.
[Ver español abajo.] Við fögnum þjóðhátíðardeginum í Hafnarborg og bjóðum öll velkomin í safnið að búa til sína eigin þjóðhátíðarfána…
Sunnudaginn 22. júní kl. 13 mun Sigrún Inga Hrólfsdóttir, sýningarstjóri, leiða gesti um sýninguna Óð til lita, sem stendur yfir í Hafnarborg í…
Upplifðu einstakt listaverk Hreins Friðfinnssonar, Þriðja hús, með nýjum augum í skapandi ferð undir leiðsögn myndlistarmannsins Styrmis Arnar Guðmundssonar. Gangan…