Við rifjum upp sögu Hafnarfjarðar í Síðari heimsstyrjöldinni með göngu um svæði sem tengdust hernámi, herstöðvum og herbröggum. Jónatan Garðarsson leiðir gönguna með frásögnum af áhrifum hersins á daglegt líf í bænum – frá Milnsbridge kampi að hafnarsvæðinu.

📍 Gengið frá: Hafnarfjarðarkirkju
⚓ Söguleg ganga um umbrotatíma í íslenskri og bæjarlegri sögu.

Hafnarfjarðarbær býður upp á menningar- og heilsugöngur öll miðvikudagskvöld í sumar. Flestar göngurnar taka um klukkustund og hefjast kl. 20, nema annað sé tekið fram. Menningar- og heilsugöngur eru samstarfsverkefni Hafnarborgar, Byggðasafns Hafnarfjarðar, Bókasafns Hafnarfjarðar og Heilsubæjarins Hafnarfjarðar. Þátttaka er ókeypis og öll velkomin.

Ábendingagátt