Hægt verður að eiga gott samtal við Valdimar Víðisson bæjarstjóra á Thorsplani fimmtudaginn 13. nóvember. Þá færir hann skrifstofu sína í annað glerhýsanna þar.

Fundirnir með Valdimar á Thorsplani hafa verið vel sóttir. Ekki þarf að panta tíma heldur einungis mæta. Ekki þarf að uppfylla aldur eða ræða ákveðið málefni. Öll eru velkomin með það sem er er ykkur efst í huga. 

Ábendingagátt